Boltinn sem „hönd guðs“ snerti og dómarinn ætlar nú að græða á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2022 11:30 Túnismaðurinn Ali Bin Nasser með boltann fyrir leikinn fræga á meðan fyrirliðarnir Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn. Getty/Peter Robinson/ Diego Maradona skoraði tvö af frægustu mörkum fótboltasögunnar í sama leiknum fyrir meira en 36 árum síðan. Nú er boltinn sem notaður var í leiknum til sölu og seljandinn er sjálfur dómari leiksins. Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser. HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Leikur Argentínumanna og Englendinga í átta liða úrslitum HM í Mexíkó 1986 fær nánast sérkafla í HM-sögunni en þar skoraði Argentínumaðurinn tvö ótrúleg mörk. Argentínumenn unnu leikinn 2-1 og fóru síðan alla leið og urðu heimsmeistarar í fótbolta. Diego Maradona gerði eftir þessa keppni tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið. Fyrra markið skoraði hann með því að komast upp með að slá boltann yfir Peter Shilton í marki Englendinga en það síðara skoraði hann með því að sóla sig í gegnum ensku vörnina frá miðju. Fyrst algjört svindl og svo algjör snilli. Mörgum þykir þessar fjórar mínútur lýsa Maradona kannski best. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) En af hverju erum við að rifja þetta upp núna? Jú dómari leiksins, Túnismaðurinn Ali Bin Nasser, gerði þarna stór mistök og ætti með réttu aldrei að græða á þeim. Þannig enda hlutirnir þó ekki fyrir umræddan dómara. Laumaðist í burtu með boltann Það vissi enginn hvað varð um bolta leiksins en Ali Bin Nasser virðist hafa laumast með hann í burtu á meðan allir voru að horfa á Maradona félaga fagna eða niðurlúta Englendinga ganga af velli. Bin Nasser hefur nú komið fram með þennan bolta svo mörgum áratugum síðar og hefur sett hann á uppboð þar sem stefnan er sett á það að fá fyrir hann að minnsta kosti þrjár milljónir punda eða 494 milljónir íslenskra króna. Bin Nasser segir að það sé kominn tími að sýna heiminum boltann og að hann vonaðist til þess að kaupandinn myndi hafa hann til sýnis fyrir almenning. Hendir línuverðinum undir rútuna Bin Nasser heldur því líka fram að mistökin hafi ekki verið hans heldur línuvarðarins. „Ég sá atvikið ekki almennilega. Leikmennirnir tveir, Shilton og Maradona, snéru bakinu í mig. Eins og stóð í fyrirmælum FIFA fyrir mótið þá horfði ég til línuvarðarins í þessari stöðu til að staðfesta markið. Hann hljóp til baka að miðlínunni og gaf það til kynna að markið væri gilt,“ sagði Ali Bin Nasser. „Í lok leiksins þá sagði Bobby Robson, þjálfari enska liðsins, við mig: Þú stóðst þig vel en línuvörðurinn var ábyrgðarlaus,“ sagði Bin Nasser.
HM 2022 í Katar Argentína England Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira