Dómar þyngdir vegna stórtæks lyfjasmygls Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 23:23 OxyContin er talið eitt skæðasta ópíóíðalyfið á bandarískum markaði. getty/George Frey Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóma yfir þremur sakborningum, einum karlmanni og tveimur konum sem fluttu inn mikið magn fíkniefna. Efnin fluttu þau frá Wroclaw í Póllandi. Hlaut maðurinn þriggja ára fangelsisdóm og konurnar tveggja ára fangelsisdóm. Voru þau nánar tiltekið sakfelld fyrir að hafa smyglað 408,41 grammi af kristölluðu metamfetamíni, 2996 töflum af Alprazolam Krka, 1440 töflum af Rivotril, 854 töflum af OxyContin og 995 töflum af öðrum ávana og fíknilyfjum. Héraðsdómur hafði dæmt konurnar í eins og hálfs árs fangelsi og manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þyngdi Landsréttur því hvern dóm um hálft ár. Leit rétturinn til þess að fólkið hefði í tvö skipti staðið að innflutningi mikils magns hættulegra fíkniefna sem ætlað var til dreifingar. Í dómnum er því lýst hvernig lögregla komst á snoðir um innflutninginn. Tóku þeir eftir einkennilegum ferðum þeirra kvenna frá Wrocklaw til Íslands og frá Íslandi til Varsjár þann 21. september. Við komu þeirra hingað til lands 5. október var þeim veitt eftirför og tók maður þá á móti þeim á Keflavíkurflugvelli, skutlaði þeim á hótelherbergi og var svo handtekinn af lögreglu nokkru síðar. Við húsleit lögreglu hjá manninum fannst mikið magn fíkniefna í bakpoka og í skápum í bílskúr mannsins. Konurnar höfðu flutt efnin að stórum hluta til í pakkningum í brjóstarhaldara sínum. Gífurleg aukning hefur verið á smygli ópíóíðalyfja hingað til lands líkt og fréttir af smyglinu undanfarið bera með sér. Innlögnum á Vog hefur einnig fjölgað stöðugt vegna ópíóíða. Kompás fjallaði um málið fyrr á þessu ári: Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Voru þau nánar tiltekið sakfelld fyrir að hafa smyglað 408,41 grammi af kristölluðu metamfetamíni, 2996 töflum af Alprazolam Krka, 1440 töflum af Rivotril, 854 töflum af OxyContin og 995 töflum af öðrum ávana og fíknilyfjum. Héraðsdómur hafði dæmt konurnar í eins og hálfs árs fangelsi og manninn í tveggja og hálfs árs fangelsi. Þyngdi Landsréttur því hvern dóm um hálft ár. Leit rétturinn til þess að fólkið hefði í tvö skipti staðið að innflutningi mikils magns hættulegra fíkniefna sem ætlað var til dreifingar. Í dómnum er því lýst hvernig lögregla komst á snoðir um innflutninginn. Tóku þeir eftir einkennilegum ferðum þeirra kvenna frá Wrocklaw til Íslands og frá Íslandi til Varsjár þann 21. september. Við komu þeirra hingað til lands 5. október var þeim veitt eftirför og tók maður þá á móti þeim á Keflavíkurflugvelli, skutlaði þeim á hótelherbergi og var svo handtekinn af lögreglu nokkru síðar. Við húsleit lögreglu hjá manninum fannst mikið magn fíkniefna í bakpoka og í skápum í bílskúr mannsins. Konurnar höfðu flutt efnin að stórum hluta til í pakkningum í brjóstarhaldara sínum. Gífurleg aukning hefur verið á smygli ópíóíðalyfja hingað til lands líkt og fréttir af smyglinu undanfarið bera með sér. Innlögnum á Vog hefur einnig fjölgað stöðugt vegna ópíóíða. Kompás fjallaði um málið fyrr á þessu ári:
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Tengdar fréttir OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46 Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58 Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni. 5. ágúst 2022 14:46
Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því. 21. október 2020 17:58
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00