Vilja að öryggisráðið ræði staðlausar áhyggjur af„skítugri sprengju“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2022 07:28 Frá fundi öryggisráðsins í september. Hér sjást fulltrúar Rússlands og Úkraínu. EPA-EFE/JUSTIN LANE Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, ræddi símleiðis við ráðherra í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum á dögunum. Þar viðraði hann áhyggjur Rússa af því að Úkraínumenn freistist til að beita svokallaðri „skítugri sprengju“. Þar er um að ræða venjulega sprengju sem notuð er til að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði. Rússar hafa þó ekki sýnt fram á neitt sem bendir til þess að áhyggjur þeirra eigi við rök að styðjast. Utanríkisráðherra Breta, Frakka og Bandaríkjanna þrír höfnuðu þessum vangaveltum Shoigu alfarið. Rússar eru þó ekki af baki dottnir og hafa nú sent bréf til Antonio Guterres, aðalframkvæmdastóra SÞ og þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráðinu. Þar er því enn haldið fram að Úkraínumenn ætli sér að beita slíkri sprengju og óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi öryggisráðsins. Ráðið fundar í dag á lokuðum fundi Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Frakkland Bandaríkin Tengdar fréttir Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“ Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace. 24. október 2022 07:15 „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01 Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum. 21. október 2022 08:11 Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. 20. október 2022 08:57 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, ræddi símleiðis við ráðherra í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum á dögunum. Þar viðraði hann áhyggjur Rússa af því að Úkraínumenn freistist til að beita svokallaðri „skítugri sprengju“. Þar er um að ræða venjulega sprengju sem notuð er til að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði. Rússar hafa þó ekki sýnt fram á neitt sem bendir til þess að áhyggjur þeirra eigi við rök að styðjast. Utanríkisráðherra Breta, Frakka og Bandaríkjanna þrír höfnuðu þessum vangaveltum Shoigu alfarið. Rússar eru þó ekki af baki dottnir og hafa nú sent bréf til Antonio Guterres, aðalframkvæmdastóra SÞ og þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráðinu. Þar er því enn haldið fram að Úkraínumenn ætli sér að beita slíkri sprengju og óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi öryggisráðsins. Ráðið fundar í dag á lokuðum fundi
Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Frakkland Bandaríkin Tengdar fréttir Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“ Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace. 24. október 2022 07:15 „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01 Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum. 21. október 2022 08:11 Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. 20. október 2022 08:57 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“ Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace. 24. október 2022 07:15
„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01
Segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja 400 kílómetra áveitu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa hafa í hyggju að eyðileggja vatnsaflsvirkjun og stíflu í austurhluta Kherson-héraðs, þar sem Úkraínumenn hafa sótt hart gegn innrásarhernum. 21. október 2022 08:11
Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu. 20. október 2022 08:57