Snorri Steinn: Spennandi að sjá hvort okkar leikstíll virki á þessu sviði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2022 12:30 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert Val að Íslandsmeisturum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Það er stórt kvöld fram undan fyrir Íslandsmeistara Vals þegar þeir taka á móti ungverska stórliðinu Ferencváros í fyrsta leik riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Það er langt síðan íslenskt handboltalið var í riðlakeppni í Evrópukeppni og nú reynir á Íslandsmeistaranna að sína sig og sanna á stóru sviði. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 í Origo höllinni á Hlíðarenda og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Stöð 2 Sport fyrir leikinn hefst klukkan 18.15. Valur og Ferencváros eru tvo af sex liðum í riðlinum en hin eru SG Flensburg-Handewitt frá Þýskalandi, PAUC Handball frá Frakklandi, Ystads IF frá Svíþjóð og BM Benidorm frá Spáni. Þurfum að geta gert bæði í einu „Eðlilega hefur verið spenningur en við höfðum ekki viljað og ekki getað sett fókusinn á þetta. Ég lagði áherslu á það að við erum í deildinni til þess að ná árangri þar líka. Við þurfum að geta gert bæði í einu og það gekk bara þokkalega,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali við Ingva Þór Sæmundsson á blaðamannafundi fyrir leikinn. Klippa: Snorri Steinn: Forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu „Það er mjög gott að geta loksins farið að tala um þetta og einbeita sér að þessu. Æfa fyrir þetta og leggja línurnar fyrir svona leik. Ég finn það bara á strákunum og sjálfum mér að þetta er stærra í sniðum en deildarleikur. Það er mjög gaman og forréttindi að fá svona leik snemma á tímabilinu,“ sagði Snorri Steinn. Ferencváros er öflugt lið með mikla breidd en fáum við að sjá Valsliðið spila sinn leik og keyra á Ungverjana. Hlaupa og hlaupa eins og þeir gera vanalega. Okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa „Já, ég ætla að gera það. Ég tók mjög snemma ákvörðun um það að vera ekkert að bakka með það. Þá frekar fæ ég það í hnakkann og kannski þarf ég einhvern tímanna að leiðrétta einhverja hluti eða draga úr því í leikjunum sjálfum. Þetta er bara okkar leikstíll sem við erum búnir að þróa. Það er spennandi að sjá hvort hann virki á þessu sviði og þá hvað við þurfum að laga ef það er ekki að ganga,“ sagði Snorri Steinn. Vísir/Hulda Margrét „Við erum að fara spila við fullt af liðum sem keyra jafnmikið og við. Það verður fróðlegt að sjá hvernig leikirnir þróast,“ sagði Snorri Steinn en er undirbúningurinn á leikdegi eitthvað frábrugðinn. „Nei í sjálfu sér ekki. Kannski. Ég var með langan vídeófund í gær en að sama skapi er það aðeins auðveldara því menn eru móttækilegri fyrir þessu heldur en fyrir einhverjum deildarleik þegar þú þekkir liðin betur og hefur spilað margoft við þau. Það er kannski eini punkturinn sem var öðruvísi,“ sagði Snorri Steinn en bætti svo við: Það er ekki fyrir hvern deildarleik „Konan mín kom með smá bakkelsi fyrir þá og það er ekki fyrir hvern deildarleik. Það voru rúnstykki, ávextir og smá nammi,“ sagði Snorri Steinn brosandi. En horfir Snorri Steinn á þetta sem glugga fyrir hann sem ungan þjálfara eins og leikmenn gera eflaust? Vísir/Hulda Margrét „Nei, nei, eiginlega ekki en ég er alveg meðvitaður um það að þetta er gluggi fyrir alla. Ég hef áður sagt það að ég er ekki að horfa í kringum mig. Ég læt það bara gerast. Það þarf engan sérfræðing í að sjá það ef við náum í einhver úrslit eða einhver leikmaður slær í gegn í þessari deild þá geri ég ráð fyrir því að viðkomandi fái símtal. Það er ekki þar með sagt að það sé það rétta,“ sagði Snorri Steinn. „Mér finnst bara geggjað að ég að fara að þjálfa uppeldisfélagið mitt í þessari keppni. Það er stórt fyrir mig og ég er stoltur af því. Ég ætla að reyna að njóta þess og maður nýtur þess með því að ná í góð úrslit,“ sagði Snorri Steinn. Mér finnst betra að setja háleit markmið Valsmenn ætla sér upp úr riðlinum þótt að það sé mjög krefjandi markið. Er samt ekki gott að hafa markmið? „Ég sagði það allra fyrst við strákana að það sé nauðsynlegt að setja okkur markmið og krefjandi markmið. Það getur vel verið að þetta sé skot langt yfir markið hjá mér að setja okkur þetta markmið. Mér finnst betra að setja háleit markmið og ná því ekki. Þá bara lærir maður af því og fer yfir það hvað þarf til að ná því ef þú kemst aftur í þessa stöðu. Þú verður að hafa að einhverju að keppa og okkur finnst það ekki markmið að vera með eða enda í fimmta sæti í riðlinum,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira