Kaka á andlit konungs, götulokanir og eignaspjöll Bjarki Sigurðsson skrifar 26. október 2022 23:25 Appelsínugulri málningu var spreyjað á umboð Ferrari í London. Getty/Richard Baker Samtökin Just Stop Oil hafa nú mótmælt 26 daga í röð framleiðslu ríkja á jarðefnaeldsneyti. Meðlimir samtakanna hafa gert ýmislegt til að vekja athygli fólks á málstað sínum. Á mánudaginn var fjallað um það hér á Vísi þegar meðlimir samtakanna Just Stop Oil köstuðu kartöflumús á málverk eftir franska listmálarann Claude Monet. Atvikið átti sér stað á sunnudaginn en verkið er til sýnis á Potsdam-safninu í Berlín. Samkvæmt heimasíðu samtakanna var skemmdarverkið hluti af mótmælum sem þá höfðu verið í gangi í 23 daga. Nú eru dagarnir orðnir 26 og ekkert lát er á mótmælum þeirra. Á mánudaginn mættu tveir meðlimir samtakanna á Madame Tussauds-vaxmyndasafnið í London. Þeir voru með köku með sér og skelltu henni á andlit vaxstyttu af Karli III Bretlandskonungi. BREAKING: JUST STOP OIL CAKES THE KING Two supporters of Just Stop Oil have covered a Madame Tussauds waxwork model of King Charles III with chocolate cake, demanding that the Government halts all new oil and gas licences and consents.#FreeLouis #FreeJosh #A22Network pic.twitter.com/p0DJ8v3XVB— Just Stop Oil (@JustStop_Oil) October 24, 2022 Í gær lokuðu svo meðlimir samtakanna Horseferry-vegi í London. Á sama tíma spreyjuðu aðrir meðlimir Just Stop Oil málningu á höfuðstöðvar samtakanna Global Warming Policy Foundation sem eru staðsettar í borginni. Að sögn Just Stop Oil eru samtökin lobbíistasamtök fyrir jarðefnaeldsneytisframleiðendur. Í dag var fjölda gatna við Piccadilly í London lokað og spreyjuðu málningar á umboð lúxusbifreiðaframleiðanda. Meðal annars var spreyjað á útibú Ferrari í London. Loftslagsmál Bensín og olía Bretland England Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Á mánudaginn var fjallað um það hér á Vísi þegar meðlimir samtakanna Just Stop Oil köstuðu kartöflumús á málverk eftir franska listmálarann Claude Monet. Atvikið átti sér stað á sunnudaginn en verkið er til sýnis á Potsdam-safninu í Berlín. Samkvæmt heimasíðu samtakanna var skemmdarverkið hluti af mótmælum sem þá höfðu verið í gangi í 23 daga. Nú eru dagarnir orðnir 26 og ekkert lát er á mótmælum þeirra. Á mánudaginn mættu tveir meðlimir samtakanna á Madame Tussauds-vaxmyndasafnið í London. Þeir voru með köku með sér og skelltu henni á andlit vaxstyttu af Karli III Bretlandskonungi. BREAKING: JUST STOP OIL CAKES THE KING Two supporters of Just Stop Oil have covered a Madame Tussauds waxwork model of King Charles III with chocolate cake, demanding that the Government halts all new oil and gas licences and consents.#FreeLouis #FreeJosh #A22Network pic.twitter.com/p0DJ8v3XVB— Just Stop Oil (@JustStop_Oil) October 24, 2022 Í gær lokuðu svo meðlimir samtakanna Horseferry-vegi í London. Á sama tíma spreyjuðu aðrir meðlimir Just Stop Oil málningu á höfuðstöðvar samtakanna Global Warming Policy Foundation sem eru staðsettar í borginni. Að sögn Just Stop Oil eru samtökin lobbíistasamtök fyrir jarðefnaeldsneytisframleiðendur. Í dag var fjölda gatna við Piccadilly í London lokað og spreyjuðu málningar á umboð lúxusbifreiðaframleiðanda. Meðal annars var spreyjað á útibú Ferrari í London.
Loftslagsmál Bensín og olía Bretland England Tengdar fréttir Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53 Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Límdu hendur sínar við ramma Síðustu kvöldmáltíðarinnar Fimm umhverfissinnar í Bretlandi límdu hendur sínar við ramma á eftirlíkingu málverksins „Síðasta kvöldmáltíðin“ eftir Leonardo Da Vinci, í mótmælaskyni. Eftirlíkingin sem um ræðir er sögð hafa verið máluð af Giampietrino. 6. júlí 2022 08:53
Tækluð vegna umhverfisgjörnings Umhverfissinnar á Ítalíu gerðu tilraun til þess að líma hendur sínar við málverkið „Primavera“ eftir Botticelli. 24. júlí 2022 11:01