Viðskipti innlent

Hagnaður upp á 7,5 milljarða hjá Ís­lands­banka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Egill

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi 2022 nam 7,5 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,7 prósent milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans lækkaði úr 39,4 prósentum í 36,3 prósent. 

Þetta kemur fram í uppgjöri bankans fyrir þriðja ársfjórðung. Þar kemur fram að arðsemi eigin fjárs hafi verið 14,4 prósent á ársgrundvelli sem er yfir markmiðum bankans og spám greiningaraðila. Helstu ástæðurnar séu sterk tekjumyndun og jákvæð virðisbreyting útlána. 

Hreinar þóknunartekjur námu 3,5 milljörðum króna og hreinar vaxtatekjur 11,3 milljörðum króna. Hreinn fjármunakostnaður nam 5,3 milljörðum króna og hreinn fjármunakostnaður 471 milljónum króna. 

Í uppgjörinu segir að lausafjárstaða bankans sé áfram sterk og að öll lausafjárhlutföll hafi verið vel yfir innri viðmiðum bankans og kröfum eftirlitsaðila í lok tímabils. Eigið fé bankans stendur nú í 211,6 milljörðum króna.

„Ég er stolt af þeim árangri sem bankinn náði á fjórðungnum. Hagnaðurinn er traustur og kostnaði haldið í skefjum, eignagæði eru sterk og útlánin eru með góða veðstöðu. Íslenskt efnahagslíf heldur áfram að vera þróttmikið á umbrotatímum og mun Íslandsbanki áfram leggja sitt af mörkum til áframhaldandi velgengni þess,“ er haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, í uppgjörinu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×