„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. október 2022 21:16 Baráttuhugur er í Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Vísir/Vilhelm Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. „Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Okkur í samninganefnd Eflingar finnst þetta sanngjarnar og raunsæjar kröfur. Við byggjum þarna á fyrirmynd lífskjarasamningsins, förum fram á krónutöluhækkanir. Nálgun okkar ver verka- og láglaunafólk gegn áhrifum verðbólgunnar og tryggir hlutdeild þess í hagvextinum sem vinna þeirra sannarlega skapar. Og vegna þess að við förum fram á krónutöluhækkanir þá spornum við líka gegn launaskriði í efri stigum samfélagsins. Það var algjör einhugur um þessa nálgun,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir samningsnefndina vera stolta og glaða með kröfugerðina og nálgun hennar vera skynsamlega og rétta. Eflingarfólk snúi hjólum atvinnulífsins „Við höfum fulla trú á því að niðurstaðan verði okkur í hag. Eflingarfólk er ómissandi fólk í íslensku samfélagi. Það er sannarlega vinna þeirra sem keyrir hér hjól atvinnulífsins. Topparnir í þessu samfélagi hafa tekið til sín gríðarlega fjármuni en fyrirtækin skila gríðarlegum hagnaði. Það er ekkert annað en eðlilegt og réttlátt að komið sé til móts við þessar kröfur. Hún segist hafa fulla trú á því að með samstöðu og raunverulegum baráttuvilja Eflingarfólks muni það ná alla leið í komandi kjarabaráttu. Útilokar ekki að ganga til liðs við Ragnar Þór og Vilhjálm Að lokum segist hún ekki útiloka að Efling gangi til liðs við bandalag Landssambands verslunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands. „Ég er í mjög góðum samskiptum við bæði Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Svo verðum við bara að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.
Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Efling krefst 167 þúsund króna hækkunar allra launa á þremur árum Efling hefur afhent Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstíma. 31. október 2022 13:16