Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 2. nóvember 2022 20:58 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. Fjölskyldan samanstendur af Maysoon Al Saedi og börnum hennar, Zahraa Hussein, Yasameen Hussein, Hussein Hussein og Sajjad Hussein. Fjölskyldan er sögð hafa verið í gæsluvarðhaldi á heimili sínu fyrr í dag en fjölskyldumeðlimirnir hafi verið handteknir hver á fætur öðrum eftir klukkan 15:00. Claudia segir að samkvæmt upplýsingum sem hún hafi fengið hafi systurnar tvær, Zahraa og Yasameen verið handteknar á leið heim úr skólanum en þær séu nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þar að auki hafi Sajjad verið handjárnaður og færður á lögreglustöð. Vísir hefur áður fjallað um mál fjölskyldunnar en Claudia segir heilsu Hussein, sem sé í hjólastól hafa hrakað síðan fréttastofa talaði við þau síðast. Fjölskyldan hefur dvalið hér í að verða tvö ár og hefur Hussein getað sótt nauðsynlega læknisþjónustu hér á landi en nú standi til að senda fjölskylduna á götur Grikklands. Heilsa Hussein fari versnandi Aðalmeðferð í máli fjölskyldunnar fari fram þann 18. nóvember næstkomandi. „Þau fá ekki einu sinni tækifæri til þess að fá endanlega dómsniðurstöðu í máli sínu áður en þeim er brottvísað frá Íslandi. Ég harma þessi vinnubrögð stjórnvalda þar sem við fengum aðeins að vita í lok dags að til stæði að flytja þau til Grikklands í nótt,“ segir Claudia. Aðspurð hvort að brottvísunin standist sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir Claudia dómsmál fjölskyldunnar að hluta til snúa að því. „Dómstólar fá að meta það hvort að málsmeðferðin sem þau fengu sé í samræmi við meðal annars þessa alþjóðlegu skuldbindingu gagnvart fötluðu fólki,“ segir Claudia. „Þessi meðferð á fólki er óboðleg“ Hún bætir því við að fjölskyldan fái ekki tækifæri til þess að gefa skýrslu fyrir dómi um sínar aðstæður og þá málsmeðferð sem þau hafi fengið hér á landi vegna brottvísunarinnar. Fjölskyldan hafi þar að auki hvorki gild dvalarleyfi né dvalarstað í Grikklandi. „Þessi meðferð á fólki er óboðleg og óásættanlegt af íslenskum stjórnvöldum sem hafa alltaf lagt áherslu á, í það minnsta í orði, að sjónarmið um mannúð skuli hafa að leiðarljósi. Ég get ekki sagt að það sé gert í þessu tilviki miðað við framkomu og vinnubrögð lögreglunnar og íslenskra stjórnvalda í þessu máli,“ segir Claudia. Hún segir íslensk stjórnvöld telja sig hafa afgreitt mál Hussein lögum samkvæmt, það sé umdeilt. Dómsmál sé í gangi til þess að komast að því hvort það sé rétt metið hjá stjórnvöldum eða hvort gæta hefði mátt betur að máli Hussein og fjölskyldu hans. „Á meðan að þetta er vafamál ætti nú að leyfa fólki að klára málið, það eru bara örfáir dagar í það,“ segir Claudia. „Ég er bara með mannréttindabrot í beinni á Instagram“ Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur segir nú vera búið að flytja fjölskylduna á Hótel Velli í Hafnarfirði. „Akkúrat núna er staðurinn fullur af lögreglunni, það var verið að flytja mann í hjólastól í burtu. Einhverjir átta lögreglumenn komu honum fyrir inni í jeppa, keyrðu hann í burtu,“ segir Sema en mikið uppnám ríki á svæðinu. Hún segist hafa farið á milli hótela í Hafnarfirði til þess að reyna að finna fjölskylduna en verið sé að reyna að sundra þeim og flytja úr landi. „Ég er bara með mannréttindabrot í beinni á Instagram,“ segir Sema. Mikið virðist vera um undirbúning vegna brottvísana þessa dagana en fréttastofa ræddi í dag við Helga Þorsteinsson Silva, lögmann umsækjenda um alþjóðlega vernd sem sagði stjórnvöld leita skjólstæðinga sína uppi og hneppa í gæsluvarðhald. Stefnt virðist að því að senda fólkið úr landið en þetta sé gert þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Á þriðja tug skjólstæðinga lögmannsstofu Helga falli undir þann hóp sem send hafi verið endurupptökubeiðni fyrir eftir að fordæmisgefandi dómur hafi fallið í máli palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd. Það hafi átt að flytja manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann bæri ekki ábyrgð á þeirri töf sem hefði skapast. Í kjölfarið hafi beiðni um frestun á brottvísun verið send, engin svör hafi borist frá stjórnvöldum hvað beiðnirnar varðar og virðist vera stefnt að því að senda fólkið úr landi. Þegar fréttastofa leitaði til Gunnars Garðarssonar samskiptastjóra ríkislögreglustjóra vegna málsins sagði hann embættið ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Farið sé í fylgdir eftir verklagi en eðlilega sé um viðkvæm mál að ræða sem varði líf fólks. Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2. nóvember 2022 15:41 Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. 29. maí 2022 21:31 Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Fjölskyldan samanstendur af Maysoon Al Saedi og börnum hennar, Zahraa Hussein, Yasameen Hussein, Hussein Hussein og Sajjad Hussein. Fjölskyldan er sögð hafa verið í gæsluvarðhaldi á heimili sínu fyrr í dag en fjölskyldumeðlimirnir hafi verið handteknir hver á fætur öðrum eftir klukkan 15:00. Claudia segir að samkvæmt upplýsingum sem hún hafi fengið hafi systurnar tvær, Zahraa og Yasameen verið handteknar á leið heim úr skólanum en þær séu nemendur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þar að auki hafi Sajjad verið handjárnaður og færður á lögreglustöð. Vísir hefur áður fjallað um mál fjölskyldunnar en Claudia segir heilsu Hussein, sem sé í hjólastól hafa hrakað síðan fréttastofa talaði við þau síðast. Fjölskyldan hefur dvalið hér í að verða tvö ár og hefur Hussein getað sótt nauðsynlega læknisþjónustu hér á landi en nú standi til að senda fjölskylduna á götur Grikklands. Heilsa Hussein fari versnandi Aðalmeðferð í máli fjölskyldunnar fari fram þann 18. nóvember næstkomandi. „Þau fá ekki einu sinni tækifæri til þess að fá endanlega dómsniðurstöðu í máli sínu áður en þeim er brottvísað frá Íslandi. Ég harma þessi vinnubrögð stjórnvalda þar sem við fengum aðeins að vita í lok dags að til stæði að flytja þau til Grikklands í nótt,“ segir Claudia. Aðspurð hvort að brottvísunin standist sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir Claudia dómsmál fjölskyldunnar að hluta til snúa að því. „Dómstólar fá að meta það hvort að málsmeðferðin sem þau fengu sé í samræmi við meðal annars þessa alþjóðlegu skuldbindingu gagnvart fötluðu fólki,“ segir Claudia. „Þessi meðferð á fólki er óboðleg“ Hún bætir því við að fjölskyldan fái ekki tækifæri til þess að gefa skýrslu fyrir dómi um sínar aðstæður og þá málsmeðferð sem þau hafi fengið hér á landi vegna brottvísunarinnar. Fjölskyldan hafi þar að auki hvorki gild dvalarleyfi né dvalarstað í Grikklandi. „Þessi meðferð á fólki er óboðleg og óásættanlegt af íslenskum stjórnvöldum sem hafa alltaf lagt áherslu á, í það minnsta í orði, að sjónarmið um mannúð skuli hafa að leiðarljósi. Ég get ekki sagt að það sé gert í þessu tilviki miðað við framkomu og vinnubrögð lögreglunnar og íslenskra stjórnvalda í þessu máli,“ segir Claudia. Hún segir íslensk stjórnvöld telja sig hafa afgreitt mál Hussein lögum samkvæmt, það sé umdeilt. Dómsmál sé í gangi til þess að komast að því hvort það sé rétt metið hjá stjórnvöldum eða hvort gæta hefði mátt betur að máli Hussein og fjölskyldu hans. „Á meðan að þetta er vafamál ætti nú að leyfa fólki að klára málið, það eru bara örfáir dagar í það,“ segir Claudia. „Ég er bara með mannréttindabrot í beinni á Instagram“ Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur segir nú vera búið að flytja fjölskylduna á Hótel Velli í Hafnarfirði. „Akkúrat núna er staðurinn fullur af lögreglunni, það var verið að flytja mann í hjólastól í burtu. Einhverjir átta lögreglumenn komu honum fyrir inni í jeppa, keyrðu hann í burtu,“ segir Sema en mikið uppnám ríki á svæðinu. Hún segist hafa farið á milli hótela í Hafnarfirði til þess að reyna að finna fjölskylduna en verið sé að reyna að sundra þeim og flytja úr landi. „Ég er bara með mannréttindabrot í beinni á Instagram,“ segir Sema. Mikið virðist vera um undirbúning vegna brottvísana þessa dagana en fréttastofa ræddi í dag við Helga Þorsteinsson Silva, lögmann umsækjenda um alþjóðlega vernd sem sagði stjórnvöld leita skjólstæðinga sína uppi og hneppa í gæsluvarðhald. Stefnt virðist að því að senda fólkið úr landið en þetta sé gert þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Á þriðja tug skjólstæðinga lögmannsstofu Helga falli undir þann hóp sem send hafi verið endurupptökubeiðni fyrir eftir að fordæmisgefandi dómur hafi fallið í máli palestínsks manns sem sótti um alþjóðlega vernd. Það hafi átt að flytja manninn úr landi fyrir að hafa tafið mál sitt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann bæri ekki ábyrgð á þeirri töf sem hefði skapast. Í kjölfarið hafi beiðni um frestun á brottvísun verið send, engin svör hafi borist frá stjórnvöldum hvað beiðnirnar varðar og virðist vera stefnt að því að senda fólkið úr landi. Þegar fréttastofa leitaði til Gunnars Garðarssonar samskiptastjóra ríkislögreglustjóra vegna málsins sagði hann embættið ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Farið sé í fylgdir eftir verklagi en eðlilega sé um viðkvæm mál að ræða sem varði líf fólks.
Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2. nóvember 2022 15:41 Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. 29. maí 2022 21:31 Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2. nóvember 2022 15:41
Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. 29. maí 2022 21:31
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21