Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Haukar 106-84 | Keflavík svaraði með öruggum sigri 3. nóvember 2022 22:30 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. Keflvíkingar tóku á móti nýliðum Hauka í Subway-deild karla í kvöld. Nýliðarnir hafa farið vel af stað í deildinni og Keflvíkingar raunar líka, en bæði lið töpuðu sínum fyrstu leikjum í síðustu umferð. Þá eru bæði lið að glíma við meiðsli lykilmanna. Hinn bandaríski Darwin Davis aðeins náð einum leik með Haukum og hjá heimamönnum voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jaka Brodnik báðir fjarri góðu gamni í kvöld. Haukarnir ætluðu eflaust að mæta óhræddir til leiks í Keflavík í kvöld en fengu rennblauta tusku í andlitið strax í upphafi leiks. Keflvíkingar voru að hitta fanta vel og að spila þétta vörn. Staðan 36-19 eftir fyrsta leikhluta og um miðjan 2. leikhluta var munurinn orðinn 27 stig. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, tók hvert leikhléið á fætur öðru og náði loks aðeins að stilla sína menn af sem minnkuðu muninn í 9 stig. Klaufaskapur á lokasekúndunum gaf þó Eric Ayala þrjú víti sem öll rötuðu ofan í, staðan því 61-49 í hálfleik og mikið verk óunnið fyrir gestina ef þeir ætluðu sér ekki að tapa þessum leik nokkuð örugglega. Í stað þess að byrja seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu hann, þá fengu Haukar fullt af stigum í andlitið og munurinn aftur orðinn 17 stig. Það var í raun saga seinni hálfleiksins, í hvert sinn sem Haukar gerðu sig líklega komu mörg stig frá Keflvíkingum í röð. Haukarnir alltaf að elta og í raun alltaf nokkuð langt fyrir aftan. Sigurinn aldrei í raunverulegri hættu þrátt fyrir spretti frá Haukum á köflum og værukærð heimamanna, lokatölur 106-84. Af hverju vann Keflavík? Þeir lögðu grunninn að þessum sigri strax í byrjun. Byggðu upp 27 stiga forskot í 2. leikhluta og þrátt fyrir að Haukar næðu að krafsa í það komust þeir aldrei nógu nálægt til að ógna Keflvíkingum að einhverju marki. Nokkuð þægilegur sigur fyrir heimamenn, sem voru að spila vel á báðum endum vallarins og skjóta á svimandi hárri prósentu úr öllum skotum, 50% frá þriggja og 54,5% fyrir innan línuna. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var atkvæðamikill í fyrri hálfleik og gekk Haukum illa að hemja hann í teignum, þá sérstaklega þegar Okeke var inná vellinum á sama tíma. Milka var kominn með 15 stig í hálfleik og 4 fráköst, endaði leikinn stigahæstur á vellinum með 25 stig og 9 fráköst. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í teignum í kvöld, tóku 10 fráköstum færri en Keflavík og Milka fékk að gera flest það hann vildi án þess að Haukar kæmu miklum vörnum við. Þrátt fyrir að tapa aðeins tveimur boltum meira en Keflavík þá voru þessir töpuðu boltar hjá Haukum afskaplega klaufalegir margir hverjir og kostuðu þá ódýrara körfur. Hvað gerist næst? Nú gerist harla lítið í tvær vikur. Framundan er landsleikjahlé sem bæði lið taka eflaust fegins hendi, enda bæði að glíma við töluvert af meiðslum. Máté: Grófum okkur bara alltof langt niður Máté Dalmay er þjálfari Hauka.Vísir/Diego Haukar grófu sér ansi djúpa holu í upphafi leiks í kvöld. Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið að spila mjög vel þá bætti ekki úr skák að Haukarnir voru að tapa boltanum klaufalega oft og náðu sjaldan einhverjum takti í sinn leik á báðum endum vallarins. „Við erum rosalega hikandi báðumegin. Þeir hitta vel og það er alveg ástæða fyrir því, við erum alltof langt frá öllum. Þá bara gengu þeir á lagið og settu allt ofan í. Á móti þá mætum við hikandi og litlir í okkur í sóknina. Töpum boltanum hræðilega á mjög vondum stöðum og grófum okkur bara alltof langt niður,“ sagði Máté Dalmay þjálfari Hauka eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. Þrátt fyrir þessa djúpu holu þá náðu Haukarnir að minnka muninn niður fyrir 10 stigin oftar en einu sinni, vantaði þá herslumuninn til að brúa bilið? „Já já og það vantar bara líka smá einstaklingsgæði hjá okkur en það er bara eins og það er. Án okkar Ameríkana þá þurfum við að hitta á helvíti góðan leik til þess að geta strítt þessum toppliðum eins og Keflavík og Val. Við vitum það alveg og gerðum ekki nógu vel í dag. Hittum ekki nógu vel og gerðum hræðileg „soft“ turnover útum allan völl. Báðir stóru mennirnir okkar í raun verri en stórru mennirnir í Keflavík í dag einn á einn. Þá bara eigum við ekki séns eins og staðan er í dag. Úr leik Hauka frá því fyrr í vetur.Vísir/Bára Dröfn Stóru mennirnir hjá Haukum áttu sannarlega ekki sinn besta dag í leiknum í kvöld. Haukar töpuðu frákastabaráttunni með 10 og skutu 43 þristum. Voru þeir feimnir við að sækja á vörn Keflavíkur í teignum? „Nei nei, uppleggið var að skjóta mörgum þristum og við skjótum alltaf mörgum þristum. Þeir voru ennþá fleiri í dag vegna þess að Okeke og Milka spila vörnina þannig að þeir eru djúpt niðri. Stóri maðurinn minn er frábær skotmaður en var 1 af 8 í dag og það var bara „game plan“ sem gekk ekki upp.“ Það hefði eflaust riðlað varnarskipulagi Keflavíkur töluvert ef Giga hefði hitt á sinn „eðlilega“ skotdag í kvöld? „Já já, og Róbert er 0/5 og Hilmar Smári er 2/9. Það er bara eins og ég segi, við getum ekki komið hérna inn og skotið 15-16% verr en Keflavík úr mjög oft galopnum skotum þegar leið á leikinn. Það var gott flæði hjá okkur og við vorum að finna skotin sem við viljum finna. Það hefðu nokkur í viðbót að detta til að ná þessu aðeins neðar, þetta var bara alveg eins og Valsleikurinn um daginn.“ Er þá stífar æfingar framundan hjá Haukum í pásunni til að fara yfir það sem klikkaði í þessum tveimru tapleikjum? „Nei nei. Við þurfum bara að verða heilbrigðir. Við þurfum að ná heilu liði í nokkra leiki í röð. Það er ekkert bara Ameríkaninn, það eru allir eitthvað hnjaskaðir og ég held að fyrsta vikan fari bara í eitthvað „recovery“ dæmi. Við erum þunnir og spilum á fáum mönnum, það er hnjask í öllum. Ég held að fyrsta vikan fari bara í að ná öllum góðum af því og við mætum ferskari heldur en „ever“ 20. nóvember.“ Subway-deild karla Körfubolti Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. 3. nóvember 2022 22:51
Keflavík vann góðan sigur á Haukum í Subway-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík svaraði því vel eftir fyrsta tap liðsins í deildinni í síðustu umferð. Lokatölur 106-84 og Keflavík enn í efsta sæti deildarinnar. Keflvíkingar tóku á móti nýliðum Hauka í Subway-deild karla í kvöld. Nýliðarnir hafa farið vel af stað í deildinni og Keflvíkingar raunar líka, en bæði lið töpuðu sínum fyrstu leikjum í síðustu umferð. Þá eru bæði lið að glíma við meiðsli lykilmanna. Hinn bandaríski Darwin Davis aðeins náð einum leik með Haukum og hjá heimamönnum voru þeir Hörður Axel Vilhjálmsson og Jaka Brodnik báðir fjarri góðu gamni í kvöld. Haukarnir ætluðu eflaust að mæta óhræddir til leiks í Keflavík í kvöld en fengu rennblauta tusku í andlitið strax í upphafi leiks. Keflvíkingar voru að hitta fanta vel og að spila þétta vörn. Staðan 36-19 eftir fyrsta leikhluta og um miðjan 2. leikhluta var munurinn orðinn 27 stig. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, tók hvert leikhléið á fætur öðru og náði loks aðeins að stilla sína menn af sem minnkuðu muninn í 9 stig. Klaufaskapur á lokasekúndunum gaf þó Eric Ayala þrjú víti sem öll rötuðu ofan í, staðan því 61-49 í hálfleik og mikið verk óunnið fyrir gestina ef þeir ætluðu sér ekki að tapa þessum leik nokkuð örugglega. Í stað þess að byrja seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu hann, þá fengu Haukar fullt af stigum í andlitið og munurinn aftur orðinn 17 stig. Það var í raun saga seinni hálfleiksins, í hvert sinn sem Haukar gerðu sig líklega komu mörg stig frá Keflvíkingum í röð. Haukarnir alltaf að elta og í raun alltaf nokkuð langt fyrir aftan. Sigurinn aldrei í raunverulegri hættu þrátt fyrir spretti frá Haukum á köflum og værukærð heimamanna, lokatölur 106-84. Af hverju vann Keflavík? Þeir lögðu grunninn að þessum sigri strax í byrjun. Byggðu upp 27 stiga forskot í 2. leikhluta og þrátt fyrir að Haukar næðu að krafsa í það komust þeir aldrei nógu nálægt til að ógna Keflvíkingum að einhverju marki. Nokkuð þægilegur sigur fyrir heimamenn, sem voru að spila vel á báðum endum vallarins og skjóta á svimandi hárri prósentu úr öllum skotum, 50% frá þriggja og 54,5% fyrir innan línuna. Hverjir stóðu upp úr? Dominykas Milka var atkvæðamikill í fyrri hálfleik og gekk Haukum illa að hemja hann í teignum, þá sérstaklega þegar Okeke var inná vellinum á sama tíma. Milka var kominn með 15 stig í hálfleik og 4 fráköst, endaði leikinn stigahæstur á vellinum með 25 stig og 9 fráköst. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa í teignum í kvöld, tóku 10 fráköstum færri en Keflavík og Milka fékk að gera flest það hann vildi án þess að Haukar kæmu miklum vörnum við. Þrátt fyrir að tapa aðeins tveimur boltum meira en Keflavík þá voru þessir töpuðu boltar hjá Haukum afskaplega klaufalegir margir hverjir og kostuðu þá ódýrara körfur. Hvað gerist næst? Nú gerist harla lítið í tvær vikur. Framundan er landsleikjahlé sem bæði lið taka eflaust fegins hendi, enda bæði að glíma við töluvert af meiðslum. Máté: Grófum okkur bara alltof langt niður Máté Dalmay er þjálfari Hauka.Vísir/Diego Haukar grófu sér ansi djúpa holu í upphafi leiks í kvöld. Þrátt fyrir að Keflavík hafi verið að spila mjög vel þá bætti ekki úr skák að Haukarnir voru að tapa boltanum klaufalega oft og náðu sjaldan einhverjum takti í sinn leik á báðum endum vallarins. „Við erum rosalega hikandi báðumegin. Þeir hitta vel og það er alveg ástæða fyrir því, við erum alltof langt frá öllum. Þá bara gengu þeir á lagið og settu allt ofan í. Á móti þá mætum við hikandi og litlir í okkur í sóknina. Töpum boltanum hræðilega á mjög vondum stöðum og grófum okkur bara alltof langt niður,“ sagði Máté Dalmay þjálfari Hauka eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. Þrátt fyrir þessa djúpu holu þá náðu Haukarnir að minnka muninn niður fyrir 10 stigin oftar en einu sinni, vantaði þá herslumuninn til að brúa bilið? „Já já og það vantar bara líka smá einstaklingsgæði hjá okkur en það er bara eins og það er. Án okkar Ameríkana þá þurfum við að hitta á helvíti góðan leik til þess að geta strítt þessum toppliðum eins og Keflavík og Val. Við vitum það alveg og gerðum ekki nógu vel í dag. Hittum ekki nógu vel og gerðum hræðileg „soft“ turnover útum allan völl. Báðir stóru mennirnir okkar í raun verri en stórru mennirnir í Keflavík í dag einn á einn. Þá bara eigum við ekki séns eins og staðan er í dag. Úr leik Hauka frá því fyrr í vetur.Vísir/Bára Dröfn Stóru mennirnir hjá Haukum áttu sannarlega ekki sinn besta dag í leiknum í kvöld. Haukar töpuðu frákastabaráttunni með 10 og skutu 43 þristum. Voru þeir feimnir við að sækja á vörn Keflavíkur í teignum? „Nei nei, uppleggið var að skjóta mörgum þristum og við skjótum alltaf mörgum þristum. Þeir voru ennþá fleiri í dag vegna þess að Okeke og Milka spila vörnina þannig að þeir eru djúpt niðri. Stóri maðurinn minn er frábær skotmaður en var 1 af 8 í dag og það var bara „game plan“ sem gekk ekki upp.“ Það hefði eflaust riðlað varnarskipulagi Keflavíkur töluvert ef Giga hefði hitt á sinn „eðlilega“ skotdag í kvöld? „Já já, og Róbert er 0/5 og Hilmar Smári er 2/9. Það er bara eins og ég segi, við getum ekki komið hérna inn og skotið 15-16% verr en Keflavík úr mjög oft galopnum skotum þegar leið á leikinn. Það var gott flæði hjá okkur og við vorum að finna skotin sem við viljum finna. Það hefðu nokkur í viðbót að detta til að ná þessu aðeins neðar, þetta var bara alveg eins og Valsleikurinn um daginn.“ Er þá stífar æfingar framundan hjá Haukum í pásunni til að fara yfir það sem klikkaði í þessum tveimru tapleikjum? „Nei nei. Við þurfum bara að verða heilbrigðir. Við þurfum að ná heilu liði í nokkra leiki í röð. Það er ekkert bara Ameríkaninn, það eru allir eitthvað hnjaskaðir og ég held að fyrsta vikan fari bara í eitthvað „recovery“ dæmi. Við erum þunnir og spilum á fáum mönnum, það er hnjask í öllum. Ég held að fyrsta vikan fari bara í að ná öllum góðum af því og við mætum ferskari heldur en „ever“ 20. nóvember.“
Subway-deild karla Körfubolti Keflavík ÍF Haukar Tengdar fréttir Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. 3. nóvember 2022 22:51
Hjalti: Við vorum þrusugóðir svona fyrstu 13-14 mínúturnar Keflvíkingar lönduðu öruggum 22 stiga sigra á heimavelli gegn Haukum í Subway-deild karla í kvöld. Hjalti Vilhjálmsson þjálfari þeirra fékkst ekki til að segja að þetta hefði verið auðveldur sigur, en tók undir fullyrðingu blaðamanns að þeir hefðu lagt grunninn að sigrinum í upphafi, þar sem þeir komu forystunni í 27 stig þegar mest var. 3. nóvember 2022 22:51
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti