Umfjöllun: Sádí-Arabía - Ísland 1-0 | Ísland sótti ekki gull í greipar Sádanna inni á vellinum í Abú Dabí Hjörvar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2022 14:00 Aron Einar Gunnarsson spilaði sinn 100. landsleik í dag. Mynd/KSÍ Ísland laut í lægra haldi fyrir Sádí-Arabíu með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við vináttulandsleik í fótbolta karla á Al-Jazira Mohammed bin Zayed leikvangnum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Sigurmark Sádanna kom um miðjan fyrri hálfleik en þar var að verki Saud Abdulhamid sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Róbert Orri Þorkelsson, Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Jónatan Ingi Jónsson, Viktor Örn Margeirsson, Logi Tómasson og Jason Daði Svanþórsson spiluðu allir sinn fyrsta A-landsleik í þessari viðureign. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, klæddist hins vegar landsliðstreyjunni í 100. skipti. Aron Einar er fjórði leikmaðurinn til þess að ná þeim áfanga en áður höfðu Rúnar Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason gert slíkt hið sama. Leikmönnum íslenska liðsins gekk illa að halda í boltann og skapa sér færi í fyrri hálfleik en það var einna helst Valdimar Þór Ingimundarson sem var líklegur til þess að valda usla hjá sádí-arabísku vörninni. Það var meiri kraftur og sóknarþungi hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks fékk Óttar Magnús Karlsson upplagt marktækifæri til þess að jafna metin. Rúnar Þór Sigurgeirsson átti þá fína fyrirgjöf og Jónatan Ingi lagði boltann út á Óttar Magnús sem skaut yfir. Eftir að Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson gerðu fjórfalda skipting um miðbik seinni hálfleiks voru sex leikmenn sem spiluðu með nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks í sumar inni á vellinum. Þeir Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Viktor Örn Margeirsson varð svo sjöundi Blikinn til þess að taka þátt í leiknum þegar hann skipti við félaga sinn í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki, Damir, skömmu síðar. Ísak Snær og Logi fengu fín færi til þess að brjóta ísinn fyrir Ísland þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum en vanrarmenn Sádanna komust í veg fyrir skot þeirra. Bjarki Steinn Bjarkason átti svo ágætis tilraun utan vítateigs þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Jason Daði sem var líflegur eftir hann kom inná sem varamaður var nálægt því að skapa færi fyrir bæði sjálfan sig og samherja sína á lokakafla leiksins. Allt kom hins vegar fyrir ekki og niðurstaðan 1-0 sigur Sádí-Arabíu. Ísland getur byggt á góðri frammistöðu sinni í seinni hálfleik í komandi verkefni liðsins. Það var allt annað að sjá leikmenn liðsins í þeim seinni en þeim fyrri. Lið Íslands var þannig skipað í leiknum í dag: Markmaður: Hákon Rafn Valdimarsson Vörn: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Logi Tómasson 56. mín), Róbert Orri Þorkelsson, Damir Muminovic (Viktor Örn Margeirsson 70. mín), Höskuldur Gunnlaugsson Miðja: Aron Einar Gunnarsson (f) (Júlíus Magnússon 85. mín), Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson Sókn: Valdimar Þór Ingimundarson (Viktor Karl Einarson 56. mín), Óttar Magnús Karlsson (Jason Daði Svanþórsson 56. mín), Jónatan Ingi Jónsson (Bjarki Steinn Bjarkason 56. mín) Íslenska liðið mætir Suður-Kóreu í öðrum vináttulandsleik í útjaðri Seúl á föstudaginn kemur. Líkt og í dag er sá leikur spilaður utan landsleikjaglugga. Seinna í nóvember tekur Ísland svo þátt í Baltic Cup þar sem auk Íslands munu Litáen, Eistland og Lettland etja kappi. Það mót er leikið innan landsleikjaglugga og verður annar hópur en lék í dag og mætir Suður-Kóreu tilkynntur síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Litáen í undanúrslitum mótsins miðvikudaginn 16. nóvember og annað hvort Eisltandi eða Lettlandi laugardaginn 19. nóvember. Fótbolti Landslið karla í fótbolta
Ísland laut í lægra haldi fyrir Sádí-Arabíu með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við vináttulandsleik í fótbolta karla á Al-Jazira Mohammed bin Zayed leikvangnum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Sigurmark Sádanna kom um miðjan fyrri hálfleik en þar var að verki Saud Abdulhamid sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Róbert Orri Þorkelsson, Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Jónatan Ingi Jónsson, Viktor Örn Margeirsson, Logi Tómasson og Jason Daði Svanþórsson spiluðu allir sinn fyrsta A-landsleik í þessari viðureign. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, klæddist hins vegar landsliðstreyjunni í 100. skipti. Aron Einar er fjórði leikmaðurinn til þess að ná þeim áfanga en áður höfðu Rúnar Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason gert slíkt hið sama. Leikmönnum íslenska liðsins gekk illa að halda í boltann og skapa sér færi í fyrri hálfleik en það var einna helst Valdimar Þór Ingimundarson sem var líklegur til þess að valda usla hjá sádí-arabísku vörninni. Það var meiri kraftur og sóknarþungi hjá íslenska liðinu í seinni hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks fékk Óttar Magnús Karlsson upplagt marktækifæri til þess að jafna metin. Rúnar Þór Sigurgeirsson átti þá fína fyrirgjöf og Jónatan Ingi lagði boltann út á Óttar Magnús sem skaut yfir. Eftir að Arnar Þór Viðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson gerðu fjórfalda skipting um miðbik seinni hálfleiks voru sex leikmenn sem spiluðu með nýkrýndum Íslandsmeisturum Breiðabliks í sumar inni á vellinum. Þeir Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Viktor Karl Einarsson og Jason Daði Svanþórsson. Viktor Örn Margeirsson varð svo sjöundi Blikinn til þess að taka þátt í leiknum þegar hann skipti við félaga sinn í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki, Damir, skömmu síðar. Ísak Snær og Logi fengu fín færi til þess að brjóta ísinn fyrir Ísland þegar um það bil 20 mínútur voru eftir af leiknum en vanrarmenn Sádanna komust í veg fyrir skot þeirra. Bjarki Steinn Bjarkason átti svo ágætis tilraun utan vítateigs þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Jason Daði sem var líflegur eftir hann kom inná sem varamaður var nálægt því að skapa færi fyrir bæði sjálfan sig og samherja sína á lokakafla leiksins. Allt kom hins vegar fyrir ekki og niðurstaðan 1-0 sigur Sádí-Arabíu. Ísland getur byggt á góðri frammistöðu sinni í seinni hálfleik í komandi verkefni liðsins. Það var allt annað að sjá leikmenn liðsins í þeim seinni en þeim fyrri. Lið Íslands var þannig skipað í leiknum í dag: Markmaður: Hákon Rafn Valdimarsson Vörn: Rúnar Þór Sigurgeirsson (Logi Tómasson 56. mín), Róbert Orri Þorkelsson, Damir Muminovic (Viktor Örn Margeirsson 70. mín), Höskuldur Gunnlaugsson Miðja: Aron Einar Gunnarsson (f) (Júlíus Magnússon 85. mín), Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson Sókn: Valdimar Þór Ingimundarson (Viktor Karl Einarson 56. mín), Óttar Magnús Karlsson (Jason Daði Svanþórsson 56. mín), Jónatan Ingi Jónsson (Bjarki Steinn Bjarkason 56. mín) Íslenska liðið mætir Suður-Kóreu í öðrum vináttulandsleik í útjaðri Seúl á föstudaginn kemur. Líkt og í dag er sá leikur spilaður utan landsleikjaglugga. Seinna í nóvember tekur Ísland svo þátt í Baltic Cup þar sem auk Íslands munu Litáen, Eistland og Lettland etja kappi. Það mót er leikið innan landsleikjaglugga og verður annar hópur en lék í dag og mætir Suður-Kóreu tilkynntur síðar í þessum mánuði. Ísland mætir Litáen í undanúrslitum mótsins miðvikudaginn 16. nóvember og annað hvort Eisltandi eða Lettlandi laugardaginn 19. nóvember.