Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 14:30 Kristófer Acox og félagar í íslenska landsliðinu hafa unnið sigra gegn Úkraínu og Ítalíu á heimavelli, í æsispennandi, framlengdum leikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum