Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Sigríður Ósk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini, eignarhaldsfélagi BM Vallá, segist hrifin af þeirri hugmynd að nota íslenskt móberg til steypuframleiðslu en 90% af kolefnisspori steypu er í raun úr sementinu. Að nota móberg og framleiða til útflutnings gæti haft jákvæð áhrif á alla jarðabúa í baráttunni gegn loftlagsvánni. Vísir/Vilhelm Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. Ástæðan? Jú, á Íslandi eru um 70% bygginga steinsteyptar byggingar. Sement er innflutt og í því felast 90% af kolefnisspori steypu þótt sementið sjálft teljist aðeins til um 10% af rúmmáli steypunnar. „Við erum alltaf að fara að nota steypu á Íslandi. Því veðráttan er hreinlega þannig og margt sem byggingar hér þurfa að þola sérstaklega, til dæmis jarðskjálftar. Ekki það að steypa verður reyndar líka alltaf notuð mikið úti í heimi líka og þess vegna er svo mikilvægt að þróa steypuuppskrift sem nær að gera steypuna kolefnishlutlausa en án þess að tapa gæðum,“ segir Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini, eignarhaldsfélagi BM Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar. Nú þegar býður BM Vallá upp á 40% vistvænni steypu miðað við það sem hefðbundið er. En eins og tíðkast í allri nýsköpun, tekur þróun tíma. Ekki síst í byggingariðnaði þar sem margt telst til, ekki síst prófanir. Athygli vekur þó að mögulega leynast fleiri og stærri tækifæri í þessari nýsköpun en sýnist við fyrstu sýn. Því nú er verið að skoða íslenskt móberg og eiginleika þess til að koma í stað sements. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um umhverfisvænar leiðir og lausnir sem íslensk fyrirtæki eru að vinna að til þess að sporna við loftslagsvánni og efla sjálfbærni. Tilefnið er Loftlagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn verður í hátíðarsal Háskóla Íslands frá klukkan 13 – 16 á morgun, fimmtudag, en fundurinn verður sýndur í streymi á Vísi. Nýjar lausnir ekki alltaf varanlegar Sigríður, eða Sirrý eins og hún er alltaf kölluð, lauk grunnámi í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands, framhaldsnámi í byggingarverkfræði við Michigan Technological University í byggingarverkfræði og síðan doktorsprófi í byggingarverkfræði. Sirrý stýrði þeim hópi sem skrifuðu losunarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í mars á þessu ári undir yfirskriftinni ,,Byggjum grænni framtíð – Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030.“ Sirrý var ráðin til Hornsteins í lok sumars og segir ótalmörg verkefni í gangi. Enda stundum sem fyrirséð er að lausnir sem lofa góðu, muni ekki endast. Sirrý tekur dæmi: „Við flytjum inn sement frá norska framleiðandanum Norcem en þeir hafa náð góðum árangri í að nota flugösku í sementið. Flugaska fellur til af því að brenna kol og hefur svipaða bindihæfileika og sement, enda kol brennd við mjög háan hita. Markmið Evrópusambandsins er hins vegar að hætta að brenna kol og því er fyrirfram vitað að flugaska er ekki lausn sem hægt er að treysta á til framtíðar.“ Sirrý segir ýmiss önnur efni líka vera notuð eða í prófunum, til dæmis kísilryk. Sérstaklega er horft til aukaafurða sem falla til vegna stál- eða álframleiðslu. Þessum orkufreku framleiðslum sem styðjast við að brenna við háan hita. „Sú hugmynd sem ég er mjög hrifin af er að nota íslenskt móberg. Sem þó byggir á gamalli hugmynd því á Íslandi var verið að skoða móbergið í stað sements á sjötta og sjöunda áratugnum. Um þessar gömlu hugmyndir má finna ýmiss fræði í gögnum hjá Þjóðskjalasafninu,“ segir Sirrý. „Gallinn er bara sá að sementsframleiðsla sem slík er ekki stór breyta í loftslagsbókhaldinu á Íslandi og því ekkert allir á því að það að fara að nota móbergið í framleiðslu.“ Og nú er að skilja betur hvað Sirrý á við með því. Sigríður segir flugösku mikið notaða í framleiðslu sements í dag en hún kemur af því að brenna kol. Sú lausn er því ekki varanleg þar sem markmið Evrópusambandsins er að hætta að brenna kol. Móberg í stað sements er mun vistvænni lausn en gallinn er bara sá að í baráttunni við loftlagsvánna horfa þjóðir mest til loftlags-bókhaldsins í sínu landi, frekar en að horfa á lausnir sem væru góðar fyrir heiminn sem eina heild. Vísir/Vilhelm Gleymist oft að heimurinn er ein heild Sirrý segir að ástæðan fyrir því að kolefnisspor byggingariðnaðarins á Íslandi er ekki endilega að mælast mjög hátt er vegna þess að hráefni sem verið er að nota er innflutt hráefni. Eins og til dæmis sement. Þetta þýðir að umhverfisáhrifin af framleiðslu sementsins sem slík eru þá skráð í loftslagsbókhaldi annarra þjóða en Íslands. Sem mörgum finnst auðvitað ágætis lausn: Mengunin er þá ekki af okkar völdum heldur annarra. Og eins og staðan er í dag, eru allar þjóðir að keppast við að komast sem best út í mælingum þannig að eigið loftslagsbókhald líti sem best út. Það sem gleymist hins vegar stundum í baráttunni við loftslagsvána er að heimurinn er ein heild. Að horfa of mikið til bókhaldsins í hverju landi segir Sirrý því ekkert endilega skynsamasta leiðin. Þótt auðvitað sé hún svo sem skiljanleg. „Ef við ímyndum okkur það til dæmis að íslenska móbergið myndi reynast frábær lausn í sementsframleiðslu og að hún yrði að góðri útflutningsvöru, gæti það þýtt lækkun á kolefnislosun sementsframleiðslu í Evrópu um allt að 15%. Sem er gífurlega hátt hlutfall og væri gott fyrir alla jarðarbúa í baráttunni við loftslagsvána,“ segir Sirrý. „Það sem dregur hins vegar úr áhuga ýmissa aðila á þessari lausn er að hér þyrfti þá að reisa verksmiðjur og jafnvel aðra innviði til að ráðast í þessa framleiðslu og útflutning á vörunni. Sem þýðir að einhverjar breytur í loftslagsbókhaldinu á Íslandi myndu stækka, þótt framleiðslan væri kolefnishlutlaus.“ Þótt niðurstaðan væri augljós ávinningur fyrir heiminn. Mér finnst okkur hins vegar bera skylda til að skoða þessa leið mjög vel. Ekki aðeins gætum við verið að búa okkur til frábæra sóknarstöðu á alþjóðavísu, heldur getur móbergið mögulega orðið að mjög vistvænni útflutningsvöru sem gæti haft mikil og jákvæð áhrif fyrir byggingargeirann um allan heim. En byggingariðnaðurinn ber ábyrgð á um 40% allrar kolefnislosunar á heimsvísu. Gallinn er bara sá að það er ekki verið að horfa á lausnir fyrir heiminn í heild sinni, heldur er hver og einn að miða við mælingar á sínum stað og hjá sinni þjóð.“ Sirrý segir íslenska móbergið svo sem ekki einu lausnina sem BM Vallá er að horfa til. Margt sé í skoðun og til að mynda hefur fyrirtækið fengið styrk frá Rannís til að standa straum af hluta af þeim kostnaði sem myndast við rannsóknir og þróunarstarf. „Rannsóknir á steypuuppskriftum eru umfangsmiklar. Þar sem verið er að skoða umhverfisávinninginn frá a-ö, gera jarðfræðilegar prófanir, athuga hvort allar öryggiskröfur standast, gæðamál og svo framvegis. Enda þarf vistvæna steypan að standa samanburð við hefðbundna steypu hvað gæðin varðar. “ segir Sirrý. Í þessu samhengi segir Sirrý líka þurfa að horfa til þeirra áhrifa sem nýjar lausnir hafa á aðra aðila í virðiskeðjunni. Til dæmis sé nú þegar vitað að vistvæn steypa tekur aðeins lengri tíma að gera sig og þarf að slá seinna af henni. Það kallar á breytt vinnulag á framkvæmdarstað og mögulega gæti það hægt aðeins á byggingarhraðanum. „Það þarf því alltaf að horfa til svo margra þátta.“ Sigríður segist mjög hrifin af nýsköpunarverkefninu Hringrásarhúsið en það verkefni gengur út á rannsóknir á því hvort hægt sé að reisa hringrásarhús sem hægt er að taka í sundur og setja saman aftur. Þá er verið að skoða þróun á jarðefnagarði sem gengur út á að viðhalda virði þegar verið er að nota jarðefni og nýta það að hluta fyrir til dæmis vegagerð, í stað þess að sturta því öllu niður og nota það sem landfyllingu. Vísir/Vilhelm Margir boltar á lofti BM Vallá hefur sett sér það markmið að bjóða fram kolefnishlutlausa steinsteypu árið 2030. Að sögn Sirrýjar er nú þegar búið að kortleggja 80% af þeim aðgerðum sem þarf að fara í til að ná markmiðinu, en móbergið og fleiri lausnir er það sem verið að skoða fyrir þau 20% sem eftir standa. „Við erum til dæmis að skoða með Sorpu þróun á jarðefnagarði. Því eins og staðan er í dag erum við ekki að viðhalda neinu virði þegar við notum jarðefni í til dæmis landfyllingar víðs vegar um landið. Ég tek sem dæmi að áætlað umfang úrgangs sett niður í Bölöldu, yfir eitt ár, sé um fjögur hundruð þúsund rúmmetrar af jarðefnum. En þar sem Bolalda verður lokuð eftir eitt til tvö ár þá þurfa að vera lausnir til staðar um hvað á að gera í staðinn. Þar myndum við vilja aðgreina og flokka betur þannig að þessi jarðefni séu að nýtast í hringrásarhagkerfið. Flokka þannig jarðveg, mold, steinefni og svo framvegis og koma áfram í hringrásina. Við þurfum að horfa á jarðefni sem auðlind og finna því réttan farveg, til dæmis með því að nota hluta af því fyrir vegakerfið og fleira.“ Þá horfir Sirrý líka til þróunarinnar erlendis. „Í Danmörku gildir til dæmis kolefnisþak sem þýðir að það er þak á því hversu hátt kolefnishlutfall má vera á hvern fermeter sem byggður er. Það er ekkert ólíklegt að kolefnisþak verði til í einhverri mynd á Íslandi í framtíðinni.“ Sjálf er Sirrý líka mjög hrifin af nýsköpunarverkefninu Hringrásarhúsið. En Hringrásarhúsið er verkefni VSÓ Ráðgjöf, unnið í samstarfi við BM Vallá og s.ap arkitekta, og hlaut styrk úr mannvirkjarannsóknarsjóðnum ASKI. Það gengur út á rannsóknir á því hvort hægt sé að reisa hringrásarhús sem hægt er að taka í sundur og setja saman aftur. Þetta þýðir í raun að þótt byggingar virðist þá reistar sem varanlegar byggingar, eru þær reistar sem tímabundin mannvirki sem megi nota aftur og aftur. En nú erum við ekki aðeins að horfa til loftlags- og umhverfismála. Fyrirtæki eru líka að horfa til aukinnar sjálfbærni, til dæmis með því að horfa til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og fleira. Hvernig er staðan á fleiri verkefnum hjá ykkur? „Það er kannski helst að ég nefni jafnréttismálin. Því þótt þetta fyrirtæki sé mjög rótgróið og starfandi í mjög karllægum geira er hér unnið eftir mjög skýrri stefnu um að jafna hlut kynja. Á minni starfsstöð erum við til dæmis fimm starfsmenn. Þar af þrjár konur og tveir karlmenn,“ segir Sirrý og bætir við: „Ég tel að gagnsæi og aðgengilegar upplýsingar um umhverfismál og sjálfbærni skipti miklu máli. Við hjá BM Vallá gáfum út fyrstu sjálfbærniskýrslu á árinu og þar vörpum við ljósi á markmið um verkefni á sviði rannsókna og nýsköpunar, markmið um kolefnishlutleysi, kynjajafnrétti, aukna hagsæld og fleira. Og þegar búið er að skjalfesta þessi markmið verða þau raunverulegri staðfesting á því að þessi markmið þurfa að nást.“ Sirrý er meðal þeirra sem verða með erindi á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar á morgun. Nánar má lesa um dagskrá fundarins HÉR. Loftslagsmál Umhverfismál Nýsköpun Byggingariðnaður Samfélagsleg ábyrgð Jafnréttismál Tengdar fréttir Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“ Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. 27. nóvember 2020 11:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ástæðan? Jú, á Íslandi eru um 70% bygginga steinsteyptar byggingar. Sement er innflutt og í því felast 90% af kolefnisspori steypu þótt sementið sjálft teljist aðeins til um 10% af rúmmáli steypunnar. „Við erum alltaf að fara að nota steypu á Íslandi. Því veðráttan er hreinlega þannig og margt sem byggingar hér þurfa að þola sérstaklega, til dæmis jarðskjálftar. Ekki það að steypa verður reyndar líka alltaf notuð mikið úti í heimi líka og þess vegna er svo mikilvægt að þróa steypuuppskrift sem nær að gera steypuna kolefnishlutlausa en án þess að tapa gæðum,“ segir Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Hornsteini, eignarhaldsfélagi BM Vallár, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar. Nú þegar býður BM Vallá upp á 40% vistvænni steypu miðað við það sem hefðbundið er. En eins og tíðkast í allri nýsköpun, tekur þróun tíma. Ekki síst í byggingariðnaði þar sem margt telst til, ekki síst prófanir. Athygli vekur þó að mögulega leynast fleiri og stærri tækifæri í þessari nýsköpun en sýnist við fyrstu sýn. Því nú er verið að skoða íslenskt móberg og eiginleika þess til að koma í stað sements. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um umhverfisvænar leiðir og lausnir sem íslensk fyrirtæki eru að vinna að til þess að sporna við loftslagsvánni og efla sjálfbærni. Tilefnið er Loftlagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn verður í hátíðarsal Háskóla Íslands frá klukkan 13 – 16 á morgun, fimmtudag, en fundurinn verður sýndur í streymi á Vísi. Nýjar lausnir ekki alltaf varanlegar Sigríður, eða Sirrý eins og hún er alltaf kölluð, lauk grunnámi í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands, framhaldsnámi í byggingarverkfræði við Michigan Technological University í byggingarverkfræði og síðan doktorsprófi í byggingarverkfræði. Sirrý stýrði þeim hópi sem skrifuðu losunarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem kom út í mars á þessu ári undir yfirskriftinni ,,Byggjum grænni framtíð – Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030.“ Sirrý var ráðin til Hornsteins í lok sumars og segir ótalmörg verkefni í gangi. Enda stundum sem fyrirséð er að lausnir sem lofa góðu, muni ekki endast. Sirrý tekur dæmi: „Við flytjum inn sement frá norska framleiðandanum Norcem en þeir hafa náð góðum árangri í að nota flugösku í sementið. Flugaska fellur til af því að brenna kol og hefur svipaða bindihæfileika og sement, enda kol brennd við mjög háan hita. Markmið Evrópusambandsins er hins vegar að hætta að brenna kol og því er fyrirfram vitað að flugaska er ekki lausn sem hægt er að treysta á til framtíðar.“ Sirrý segir ýmiss önnur efni líka vera notuð eða í prófunum, til dæmis kísilryk. Sérstaklega er horft til aukaafurða sem falla til vegna stál- eða álframleiðslu. Þessum orkufreku framleiðslum sem styðjast við að brenna við háan hita. „Sú hugmynd sem ég er mjög hrifin af er að nota íslenskt móberg. Sem þó byggir á gamalli hugmynd því á Íslandi var verið að skoða móbergið í stað sements á sjötta og sjöunda áratugnum. Um þessar gömlu hugmyndir má finna ýmiss fræði í gögnum hjá Þjóðskjalasafninu,“ segir Sirrý. „Gallinn er bara sá að sementsframleiðsla sem slík er ekki stór breyta í loftslagsbókhaldinu á Íslandi og því ekkert allir á því að það að fara að nota móbergið í framleiðslu.“ Og nú er að skilja betur hvað Sirrý á við með því. Sigríður segir flugösku mikið notaða í framleiðslu sements í dag en hún kemur af því að brenna kol. Sú lausn er því ekki varanleg þar sem markmið Evrópusambandsins er að hætta að brenna kol. Móberg í stað sements er mun vistvænni lausn en gallinn er bara sá að í baráttunni við loftlagsvánna horfa þjóðir mest til loftlags-bókhaldsins í sínu landi, frekar en að horfa á lausnir sem væru góðar fyrir heiminn sem eina heild. Vísir/Vilhelm Gleymist oft að heimurinn er ein heild Sirrý segir að ástæðan fyrir því að kolefnisspor byggingariðnaðarins á Íslandi er ekki endilega að mælast mjög hátt er vegna þess að hráefni sem verið er að nota er innflutt hráefni. Eins og til dæmis sement. Þetta þýðir að umhverfisáhrifin af framleiðslu sementsins sem slík eru þá skráð í loftslagsbókhaldi annarra þjóða en Íslands. Sem mörgum finnst auðvitað ágætis lausn: Mengunin er þá ekki af okkar völdum heldur annarra. Og eins og staðan er í dag, eru allar þjóðir að keppast við að komast sem best út í mælingum þannig að eigið loftslagsbókhald líti sem best út. Það sem gleymist hins vegar stundum í baráttunni við loftslagsvána er að heimurinn er ein heild. Að horfa of mikið til bókhaldsins í hverju landi segir Sirrý því ekkert endilega skynsamasta leiðin. Þótt auðvitað sé hún svo sem skiljanleg. „Ef við ímyndum okkur það til dæmis að íslenska móbergið myndi reynast frábær lausn í sementsframleiðslu og að hún yrði að góðri útflutningsvöru, gæti það þýtt lækkun á kolefnislosun sementsframleiðslu í Evrópu um allt að 15%. Sem er gífurlega hátt hlutfall og væri gott fyrir alla jarðarbúa í baráttunni við loftslagsvána,“ segir Sirrý. „Það sem dregur hins vegar úr áhuga ýmissa aðila á þessari lausn er að hér þyrfti þá að reisa verksmiðjur og jafnvel aðra innviði til að ráðast í þessa framleiðslu og útflutning á vörunni. Sem þýðir að einhverjar breytur í loftslagsbókhaldinu á Íslandi myndu stækka, þótt framleiðslan væri kolefnishlutlaus.“ Þótt niðurstaðan væri augljós ávinningur fyrir heiminn. Mér finnst okkur hins vegar bera skylda til að skoða þessa leið mjög vel. Ekki aðeins gætum við verið að búa okkur til frábæra sóknarstöðu á alþjóðavísu, heldur getur móbergið mögulega orðið að mjög vistvænni útflutningsvöru sem gæti haft mikil og jákvæð áhrif fyrir byggingargeirann um allan heim. En byggingariðnaðurinn ber ábyrgð á um 40% allrar kolefnislosunar á heimsvísu. Gallinn er bara sá að það er ekki verið að horfa á lausnir fyrir heiminn í heild sinni, heldur er hver og einn að miða við mælingar á sínum stað og hjá sinni þjóð.“ Sirrý segir íslenska móbergið svo sem ekki einu lausnina sem BM Vallá er að horfa til. Margt sé í skoðun og til að mynda hefur fyrirtækið fengið styrk frá Rannís til að standa straum af hluta af þeim kostnaði sem myndast við rannsóknir og þróunarstarf. „Rannsóknir á steypuuppskriftum eru umfangsmiklar. Þar sem verið er að skoða umhverfisávinninginn frá a-ö, gera jarðfræðilegar prófanir, athuga hvort allar öryggiskröfur standast, gæðamál og svo framvegis. Enda þarf vistvæna steypan að standa samanburð við hefðbundna steypu hvað gæðin varðar. “ segir Sirrý. Í þessu samhengi segir Sirrý líka þurfa að horfa til þeirra áhrifa sem nýjar lausnir hafa á aðra aðila í virðiskeðjunni. Til dæmis sé nú þegar vitað að vistvæn steypa tekur aðeins lengri tíma að gera sig og þarf að slá seinna af henni. Það kallar á breytt vinnulag á framkvæmdarstað og mögulega gæti það hægt aðeins á byggingarhraðanum. „Það þarf því alltaf að horfa til svo margra þátta.“ Sigríður segist mjög hrifin af nýsköpunarverkefninu Hringrásarhúsið en það verkefni gengur út á rannsóknir á því hvort hægt sé að reisa hringrásarhús sem hægt er að taka í sundur og setja saman aftur. Þá er verið að skoða þróun á jarðefnagarði sem gengur út á að viðhalda virði þegar verið er að nota jarðefni og nýta það að hluta fyrir til dæmis vegagerð, í stað þess að sturta því öllu niður og nota það sem landfyllingu. Vísir/Vilhelm Margir boltar á lofti BM Vallá hefur sett sér það markmið að bjóða fram kolefnishlutlausa steinsteypu árið 2030. Að sögn Sirrýjar er nú þegar búið að kortleggja 80% af þeim aðgerðum sem þarf að fara í til að ná markmiðinu, en móbergið og fleiri lausnir er það sem verið að skoða fyrir þau 20% sem eftir standa. „Við erum til dæmis að skoða með Sorpu þróun á jarðefnagarði. Því eins og staðan er í dag erum við ekki að viðhalda neinu virði þegar við notum jarðefni í til dæmis landfyllingar víðs vegar um landið. Ég tek sem dæmi að áætlað umfang úrgangs sett niður í Bölöldu, yfir eitt ár, sé um fjögur hundruð þúsund rúmmetrar af jarðefnum. En þar sem Bolalda verður lokuð eftir eitt til tvö ár þá þurfa að vera lausnir til staðar um hvað á að gera í staðinn. Þar myndum við vilja aðgreina og flokka betur þannig að þessi jarðefni séu að nýtast í hringrásarhagkerfið. Flokka þannig jarðveg, mold, steinefni og svo framvegis og koma áfram í hringrásina. Við þurfum að horfa á jarðefni sem auðlind og finna því réttan farveg, til dæmis með því að nota hluta af því fyrir vegakerfið og fleira.“ Þá horfir Sirrý líka til þróunarinnar erlendis. „Í Danmörku gildir til dæmis kolefnisþak sem þýðir að það er þak á því hversu hátt kolefnishlutfall má vera á hvern fermeter sem byggður er. Það er ekkert ólíklegt að kolefnisþak verði til í einhverri mynd á Íslandi í framtíðinni.“ Sjálf er Sirrý líka mjög hrifin af nýsköpunarverkefninu Hringrásarhúsið. En Hringrásarhúsið er verkefni VSÓ Ráðgjöf, unnið í samstarfi við BM Vallá og s.ap arkitekta, og hlaut styrk úr mannvirkjarannsóknarsjóðnum ASKI. Það gengur út á rannsóknir á því hvort hægt sé að reisa hringrásarhús sem hægt er að taka í sundur og setja saman aftur. Þetta þýðir í raun að þótt byggingar virðist þá reistar sem varanlegar byggingar, eru þær reistar sem tímabundin mannvirki sem megi nota aftur og aftur. En nú erum við ekki aðeins að horfa til loftlags- og umhverfismála. Fyrirtæki eru líka að horfa til aukinnar sjálfbærni, til dæmis með því að horfa til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og fleira. Hvernig er staðan á fleiri verkefnum hjá ykkur? „Það er kannski helst að ég nefni jafnréttismálin. Því þótt þetta fyrirtæki sé mjög rótgróið og starfandi í mjög karllægum geira er hér unnið eftir mjög skýrri stefnu um að jafna hlut kynja. Á minni starfsstöð erum við til dæmis fimm starfsmenn. Þar af þrjár konur og tveir karlmenn,“ segir Sirrý og bætir við: „Ég tel að gagnsæi og aðgengilegar upplýsingar um umhverfismál og sjálfbærni skipti miklu máli. Við hjá BM Vallá gáfum út fyrstu sjálfbærniskýrslu á árinu og þar vörpum við ljósi á markmið um verkefni á sviði rannsókna og nýsköpunar, markmið um kolefnishlutleysi, kynjajafnrétti, aukna hagsæld og fleira. Og þegar búið er að skjalfesta þessi markmið verða þau raunverulegri staðfesting á því að þessi markmið þurfa að nást.“ Sirrý er meðal þeirra sem verða með erindi á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar á morgun. Nánar má lesa um dagskrá fundarins HÉR.
Loftslagsmál Umhverfismál Nýsköpun Byggingariðnaður Samfélagsleg ábyrgð Jafnréttismál Tengdar fréttir Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“ Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. 27. nóvember 2020 11:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01
Finna ekki sama „ótta í hjartanu og við gerum“ Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir talar beint til fyrirtækja um það hvernig hennar kynslóð metur þeirra starfsemi. Erindið er birt á Vísi og á Loftlagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn er í dag í tilefni þess að nú eru fimm ár liðinn síðan Parísarsáttmálinn var undirritaður. 27. nóvember 2020 11:00