Sverrir var í byrjunarliði PAOK og lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá liðinu. Það voru þeir Filipe Soares og Nelson Oliveira sem sáu um markaskorun liðsins í fyrri hálfleik áður en Douglas Augusto bætti þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik.
PAOK er nú í fimmta sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir tólf leiki, 15 stigum meira en Ionikos sem situr í tólfta sæti.