Fjöldatakmarkanir á ívilnunum vegna vistvænna bifreiða felldar niður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2022 07:03 Afnámi „kvótans“ er meðal annars ætlað að tryggja fyrirsjáanleika. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp þar sem meðal annars er kveðið á um að fjöldatakmörk virðisaukaskattsívilnunar vegna innflutnings og sölu rafmagns- og vetnisbifreiða verði felld niður. Ívilnunin gildir út árið 2023 en ljóst er að 20.000 bifreiða fjöldamörkunum verður náð um mitt næsta ár. „Í stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl. segir að forgangsraða þurfi áherslum og fjármagni í þær aðgerðir sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og færa Ísland markvisst í átt að settum markmiðum. Samkvæmt skýrslunni liggja mest tækifæri í orkuskiptum í samgöngum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að stjórnvöld séu með það í skoðun hvernig stuðningi þeirra vegna orkuskipta í samgöngumálum verði háttað en sérstök athygli vakin á því að þróunin hjá bílaleigum og í þungaflutningum hafi verið nokkuð hægari en í rafvæðingu fólksbifreiða í eigu einstaklinga. „Það er mikil eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári,“ hefur Morgunblaðið eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hún segir mikilvægt að tryggja innflytjendum svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfi að liggja fyrir með margra mánaða fyrirvara. Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ívilnunin gildir út árið 2023 en ljóst er að 20.000 bifreiða fjöldamörkunum verður náð um mitt næsta ár. „Í stöðuskýrslu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum frá júlí sl. segir að forgangsraða þurfi áherslum og fjármagni í þær aðgerðir sem skila mestum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og færa Ísland markvisst í átt að settum markmiðum. Samkvæmt skýrslunni liggja mest tækifæri í orkuskiptum í samgöngum,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Þar segir einnig að stjórnvöld séu með það í skoðun hvernig stuðningi þeirra vegna orkuskipta í samgöngumálum verði háttað en sérstök athygli vakin á því að þróunin hjá bílaleigum og í þungaflutningum hafi verið nokkuð hægari en í rafvæðingu fólksbifreiða í eigu einstaklinga. „Það er mikil eftirspurn eftir kaupum á rafbíl en bið eftir slíkum bíl er töluvert löng af sumum tegundum og hefur ástandið í heiminum bæði aukið bið og hækkað verð tímabundið. Þannig að þetta auðvitað aðstoðar við það að fólk geti tekið þessa ákvörðun í meiri ró. Við sáum fram á að kvótinn myndi klárast í júní á næsta ári,“ hefur Morgunblaðið eftir Maríu Jónu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Hún segir mikilvægt að tryggja innflytjendum svigrúm og fyrirsjáanleika þar sem pantanir þurfi að liggja fyrir með margra mánaða fyrirvara.
Vistvænir bílar Bílar Umhverfismál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira