Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:34 Öryggisverðirnir reyndu að stöðva útsendingu dansks fréttamanns sem lét ekki vaða yfir sig. Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum. HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum.
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59