Ekkert klám og engar rafrettur Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2022 08:01 Leikmenn þýska landsliðsins eru mættir til Katar. Ekkert svínakjöt eða klámefni mátti leynast í ferðatöskum þeirra. Getty/Christian Charisius Gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar geta ekki tekið með sér áfengi, klámefni eða svínakjöt. Þá hafa rafrettur verið bannaðar í landinu frá árinu 2014. Um þetta fjallar þýski miðillinn Bild.de og vísar í ellefu blaðsíðna leiðbeiningabækling frá þýska sendiráðinu í Doha. Þar segir meðal annars: „Innflutningur á áfengi, klámefni og trúarlegum bókum og efni er bannaður. Innflutningur svínakjöts er sömuleiðis ekki leyfður,“ en Katar er íhaldssamt múslimaríki. Öllu alvarlegra er þó til að mynda að fólki er mismunað eftir kyni og kynhneigð í landinu, sem FIFA valdi til að halda stærsta íþróttamót heims. Gestir munu geta neytt áfengis á HM en katörsk yfirvöld gáfu leyfi fyrir því að bjór væri seldur á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins, þó að mörgum þyki sopinn býsna dýr. Reyndar segir The Times að Katarar séu nú farnir að setja pressu á það að bjór verði eftir allt saman ekki seldur á leikvöngunum. Bild segir að ekki aðeins sé klámefni bannað heldur vilji emírinn í Katar ekki heldur að unaðstæki séu flutt inn til landsins. Ekki kemur fram hver hugsanleg refsing er fyrir brot á reglunum en Bild vitnar í Þjóðverja sem búa í Katar og segir að landamæraverðir taki til að mynda það áfengi sem þeir finni og helli því einfaldlega niður. Reykingar eru leyfðar á ákveðnum svæðum en rafsígarettur hafa verið bannaðar frá árinu 2014. Brot gegn því banni getur varðað sekt upp á tæplega 400.000 krónur, og að hámarki þriggja mánaða fangelsi. Í leiðbeiningunum frá þýska sendiráðinu er svo einnig varað við umferðarmenningunni í Katar þar sem bílum sé oft ekið hratt og með áhættusömum hætti. HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sjá meira
Um þetta fjallar þýski miðillinn Bild.de og vísar í ellefu blaðsíðna leiðbeiningabækling frá þýska sendiráðinu í Doha. Þar segir meðal annars: „Innflutningur á áfengi, klámefni og trúarlegum bókum og efni er bannaður. Innflutningur svínakjöts er sömuleiðis ekki leyfður,“ en Katar er íhaldssamt múslimaríki. Öllu alvarlegra er þó til að mynda að fólki er mismunað eftir kyni og kynhneigð í landinu, sem FIFA valdi til að halda stærsta íþróttamót heims. Gestir munu geta neytt áfengis á HM en katörsk yfirvöld gáfu leyfi fyrir því að bjór væri seldur á stuðningsmannasvæðum og leikvöngum mótsins, þó að mörgum þyki sopinn býsna dýr. Reyndar segir The Times að Katarar séu nú farnir að setja pressu á það að bjór verði eftir allt saman ekki seldur á leikvöngunum. Bild segir að ekki aðeins sé klámefni bannað heldur vilji emírinn í Katar ekki heldur að unaðstæki séu flutt inn til landsins. Ekki kemur fram hver hugsanleg refsing er fyrir brot á reglunum en Bild vitnar í Þjóðverja sem búa í Katar og segir að landamæraverðir taki til að mynda það áfengi sem þeir finni og helli því einfaldlega niður. Reykingar eru leyfðar á ákveðnum svæðum en rafsígarettur hafa verið bannaðar frá árinu 2014. Brot gegn því banni getur varðað sekt upp á tæplega 400.000 krónur, og að hámarki þriggja mánaða fangelsi. Í leiðbeiningunum frá þýska sendiráðinu er svo einnig varað við umferðarmenningunni í Katar þar sem bílum sé oft ekið hratt og með áhættusömum hætti.
HM 2022 í Katar Fótbolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sjá meira