Ronaldo og Messi voru ekki á sama stað þegar myndin fræga var tekin af þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 07:31 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hittast ekki oft fyrir framan ljósmyndara. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þessa dagana að taka þátt í sínu fimmta og væntanlega síðasta heimsmeistaramóti í fótbolta. Sumir sjá fyrir sér draumaúrslitaleik á milli Argentínu og Portúgals sem um leið yrði lokauppgjör á milli Messi og Ronaldo á vegferð þeirra að vera besti fótboltamaður allra tíma. Victory is a State of Mind. A long tradition of crafting trunks photographed by @annieleibovitz for @LouisVuitton pic.twitter.com/0TsieZP40P— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 19, 2022 Þeir eiga báðir eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en hafa orðið álfumeistarar með sínum þjóðum. Messi komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en Ronaldo hefur lengst náð í undanúrslitaleikinn á HM 2006. Messi og Ronaldo eru þegar orðnir, án mikils vafa, tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma í heiminum og franski lúxus tískuframleiðandinn Louis Vuitton taldi við hæfi að mynda þá saman í upphafi þessa heimsmeistaramóts. Myndin vakti mikla athygli en þar má sjá þá tvo sitja saman við skákborð að velta fyrir sér næsta leik. Undir myndinni stóð „Victory is a state of mind“ á ensku og spænsku eða „Sigur er sálarástand“ ef við reynum að þýða það. Messi og Ronaldo settu báðir myndina inn á samfélagsmiðla sína á sama tíma og þeir sem sáu hana veltu strax fyrir sér hvenær þeir hittust til að taka myndina. Ljósmyndarinn er hin heimsfræga Annie Leibovitz sem hefur tekið margar klassískar myndir fyrir Rolling Stone tímaritið svo eitthvað sé nefnt. Leibovitz var þó aldrei með þá Messi og Ronaldo fyrir framan sig á sama tíma því knattspyrnusnillingarnir voru myndaðir í sitthvoru lagi. Það má sjá hér fyrir neðan þar sem er myndband frá tökunum á myndinni á sitthvorum staðnum. Yeah so they weren t actually in the same room. Still goated ad fair play to Louis Vuitton pic.twitter.com/8FkEO04y9A— WB (@WalidBusquets) November 20, 2022 HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Sumir sjá fyrir sér draumaúrslitaleik á milli Argentínu og Portúgals sem um leið yrði lokauppgjör á milli Messi og Ronaldo á vegferð þeirra að vera besti fótboltamaður allra tíma. Victory is a State of Mind. A long tradition of crafting trunks photographed by @annieleibovitz for @LouisVuitton pic.twitter.com/0TsieZP40P— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) November 19, 2022 Þeir eiga báðir eftir að vinna heimsmeistaratitilinn en hafa orðið álfumeistarar með sínum þjóðum. Messi komst alla leið í úrslitaleikinn fyrir átta árum en Ronaldo hefur lengst náð í undanúrslitaleikinn á HM 2006. Messi og Ronaldo eru þegar orðnir, án mikils vafa, tveir af bestu fótboltamönnum allra tíma í heiminum og franski lúxus tískuframleiðandinn Louis Vuitton taldi við hæfi að mynda þá saman í upphafi þessa heimsmeistaramóts. Myndin vakti mikla athygli en þar má sjá þá tvo sitja saman við skákborð að velta fyrir sér næsta leik. Undir myndinni stóð „Victory is a state of mind“ á ensku og spænsku eða „Sigur er sálarástand“ ef við reynum að þýða það. Messi og Ronaldo settu báðir myndina inn á samfélagsmiðla sína á sama tíma og þeir sem sáu hana veltu strax fyrir sér hvenær þeir hittust til að taka myndina. Ljósmyndarinn er hin heimsfræga Annie Leibovitz sem hefur tekið margar klassískar myndir fyrir Rolling Stone tímaritið svo eitthvað sé nefnt. Leibovitz var þó aldrei með þá Messi og Ronaldo fyrir framan sig á sama tíma því knattspyrnusnillingarnir voru myndaðir í sitthvoru lagi. Það má sjá hér fyrir neðan þar sem er myndband frá tökunum á myndinni á sitthvorum staðnum. Yeah so they weren t actually in the same room. Still goated ad fair play to Louis Vuitton pic.twitter.com/8FkEO04y9A— WB (@WalidBusquets) November 20, 2022
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira