Fagnaði fyrir Finlay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. nóvember 2022 19:15 Jack Grealish og fagnið sem um er ræðir. Matthew Ashton/Getty Images Varamaðurinn Jack Grealish skoraði eitt af sex mörkum Englands í stórsigri liðsins á Íran í fyrsta leik liðanna á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Vakti það athygli hvernig Grealish fagnaði marki sínu en fagnið var tileinkaði ungum dreng að nafni Finlay, sá er með heilalömun [e. cerebral palsy]. Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember. Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Grealish kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur lifðu leiks og skoraði sjötta mark Englands þegar venjulegur leiktími var við það að renna út. Staðan þá 6-1 en Íran minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu þegar vel yfir 100 mínútur voru liðnar. Lokatölur 6-2 og þó stórsigur Englands hafi vissulega vakið athygli þá gerði fagn hins 27 ára gamla Grealish það sömuleiðis. Eftir að koma boltanum í netið þá fagnaði leikmaðurinn með því að baða út höndunum. Hann hafði lofað góðvini sínum Finlay að fagna á slíkan hátt en þeir hittust fyrir ekki svo löngu. Finlay er 11 ára gamall og án efa einn helsti aðdáandi Grealish. Þá heldur hann með Manchester City sem og enska landsliðinu. Finley er með heilalömum, eitthvað sem Grealish þekktir vel en systir hans er einnig með heilalömun. Eftir að skrifa Grealish bréf þá ákvað leikmaðurinn að koma sínum helsta aðdáenda á óvart og senda honum áritaða treyju sem og að hitta hann í persónu. Sjá má spjall þeirra að neðan en í lok myndbandsins fær Finlay að ákveða hvernig Grealish fagnar ef hann skorar á HM. Grealish benti þó á að hann hefði aðeins skorað eitt mark á leiktíðinni en hann myndi gera sitt besta. @JackGrealish kept his promise to Finlay! pic.twitter.com/8tmvs0hjdu— Premier League (@premierleague) November 21, 2022 Upphaflega vildi Finlay að Grealish myndi gera „orminn“ en leikmaðurinn var ekki alveg á þeim buxunum. Á endanum samþykkti hann að baða út höndunum eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Grealish stóð við loforðið og má reikna með að einn stuðningsmaður Englands hafi fagnað meira en aðrir þegar hann sá Grealish skora, hvað þá eftir að hann sá Grealish fagna. England mætir Bandaríkjunum á föstudag, 25. nóvember, og Wales á þriðjudeginum í næstu viku, 29. nóvember.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira