Langflestar sektir vegna nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 17:42 Óheimilt er að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað ökumenn fyrir nagladekkjanotkun 227 sinnum frá árinu 2018. Á landinu öllu hefur verið sektað 346 sinnum fyrir nagladekkjanotkun á tímabilinu. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um sektir vegna nagladekkja. Andrés Ingi óskaði eftir upplýsingum um hversu oft lögregla hefði sektað ökumenn vegna nagladekkjanotkunar hvert undanfarinna fimma ára, sundurliðað eftir lögregluembættum. Þá óskaði hann sérstaklega eftir upplýsingum um hversu oft sektir hafi verið gefnar út á fyrstu tveimur vikum eftir og síðustu tveimur vikum fyrir það tímabil sem notkun nagladekkja er bönnuð. „Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Á tímabilinu var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurninni. Með svarinu fylgdi taflan sem sjá má hér að neðan, þar sem sektir vegna nagladekkjanotkunar eru sundurliðaðar eftir árum og lögregluembættum. Þar má sjá að langflestar sektir vegna nagladekkjanotkunar síðustu fimm ár hafa verið gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og hafa þær aldrei verið fleiri hjá embættinu en í ár. Taflan miðar við stöðuna eins og hún var 6. nóvember síðastliðinn. Skjáskot/Alþingi Hér má lesa svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga í heild sinni. Nagladekk Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, um sektir vegna nagladekkja. Andrés Ingi óskaði eftir upplýsingum um hversu oft lögregla hefði sektað ökumenn vegna nagladekkjanotkunar hvert undanfarinna fimma ára, sundurliðað eftir lögregluembættum. Þá óskaði hann sérstaklega eftir upplýsingum um hversu oft sektir hafi verið gefnar út á fyrstu tveimur vikum eftir og síðustu tveimur vikum fyrir það tímabil sem notkun nagladekkja er bönnuð. „Samkvæmt reglugerð nr. 822/2004, um gerð og búnað ökutækja, er ekki heimilt að nota nagladekk á tímabilinu 15. apríl til 31. október ár hvert nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna. Á tímabilinu var engin sekt gefin út fyrstu tvær vikur eftir að bann tók gildi og síðustu tvær vikur áður en bannið rann út,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurninni. Með svarinu fylgdi taflan sem sjá má hér að neðan, þar sem sektir vegna nagladekkjanotkunar eru sundurliðaðar eftir árum og lögregluembættum. Þar má sjá að langflestar sektir vegna nagladekkjanotkunar síðustu fimm ár hafa verið gefnar út af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og hafa þær aldrei verið fleiri hjá embættinu en í ár. Taflan miðar við stöðuna eins og hún var 6. nóvember síðastliðinn. Skjáskot/Alþingi Hér má lesa svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga í heild sinni.
Nagladekk Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira