Neymar drama á varamannabekk Brassana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 07:30 Neymar situr sárþjáður á grasinu eftir að hafa meiðst á hægri ökkla í sigurleik Brasilíu í gær. AP/Andre Penner Það fer ekki fram heimsmeistarakeppni í fótbolta án þess að Brasilíumenn skelli sér á fulla ferð í Neymar rússíbananum. Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Brasilíumenn fögnuðu sigri í fyrsta leik sínum á HM í Katar í gærkvöldi en áhyggjurnar eftir leik snérust um stórstjörnu liðsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Það var mikil dramatík á varamannabekknum þegar Neymar virtist vera algjörlega niðurbrotinn á meðan liðsfélagarnir reyndu að hugga hann. Neymar grét á bekknum og óttast væntanlega að HM sé í uppnámi hjá honum. Það var líka mikil dramatík þegar Neymar meiddist á HM í Brasilíu 2014 og missti þá af undanúrslitaleiknum sem Brassar töpuðu 7-1 á móti Þjóðverjum. Brasilíumenn gengu þá til leiks með búning Neymars og héldu honum uppi á liðsmyndinni. Það má búast við því að fréttir úr brasilísku búðunum snúist mikið um stórstjörnuna fram að næsta leik. Neymar meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Serbanum Nikola Milenkovic og þurfti að yfirgefa völlinn á 80. mínútu. Eftir leikinn sáu menn líka að ökklinn leit alls ekki vel út þegar Neymar var búinn að fara sokknum eins og sjá má hér fyrir neðan. Miðað við þessar myndir eru ekki miklar líkur á því að Neymar spili næsta leik Brasilíumanna en brasilíski læknirinn var tekinn í viðtal eftir leik. „Neymar er meiddur á hægri ökkla eftir að hafa fengið högg. Hann mun vera hjá sjúkraþjálfurum á næstunni en við þurfum að bíða í 24 til 48 klukkutíma til að meta stöðuna betur. Það er engin myndataka á dagskránni. Við verðum bara að bíða og getum ekki sagt meira á þessari stundu,“ sagði liðslæknirinn Rodrigo Lasmar. „Hann fann verk allan leikinn en ákvað að vera áfram inn á vellinum í ellefu mínútur eftir tæklinguna til að hjálpa liðinu. Það er merkilegt að hann gerði það,“ sagði Lasmar. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
HM 2022 í Katar Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira