Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 18:00 Andrej Kramarić skoraði tvö marka Króatíu í dag sem og eitt sem var dæmt af. Youssef Loulidi/Getty Images Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. Mikil spenna ríkti fyrir leik en John Herdman, þjálfari Kanada, sagði eftir naumt tap liðsins að Kanada ætlaði sér stóra hluti gegn Króatíu. Hann orðaði þó ekki alveg jafn pent og má segja að ummæli hans hafi bitið hann í rassinn í dag. Það var þó eins og Herdman hefði hitt naglann á höfuðið þar sem fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tveggja mínútna leik. Það gerði Alphonso Davies með frábærum skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Tajon Buchanan af hægri. Davies klúðraði vítaspyrnu gegn Belgíu í fyrstu umferð mótsins en segja má að hann hafi bætt upp fyrir klúðrið með marki sínu í dag. 68 - Alphonso Davies' goal after 68 seconds is the fastest goal in a group stage match at the World Cup since Clint Dempsey scored after 29 seconds against Ghana in 2014. Concacaf'd. pic.twitter.com/pLJMAoGZ0X— OptaJack (@OptaJack) November 27, 2022 Andrej Kramarić jafnaði metin á 25. mínútu leiksins en því miður fyrir hann, og Króatíu var Marko Livaja rangstæður í aðdraganda marksins. Tíu mínútum síðar kom Kramarić boltanum aftur í netið og að þessu sinni stóð markið. Frábær hnitmiðuð afgreiðsla úr þröngu færi eftir sendingu Ivan Perišić. Marko Livaja kom Króatíu yfir.Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Livaja kom Króatíu yfir undir lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti úr D-boganum eftir að boltinn barst til hans eftir gott hlaup Kramarić. Þó Kanada hafi komist yfir snemma leiks þá var það Króatía sem var yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Áfram lék Króatía eins og liðið sem valdið hefði og þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka kom náðarhöggið. Aftur gaf Perišić á Kramarić og aftur skilaði sár síðarnefndi boltanum í netið. Staðan orðin 3-1 og sigurinn svo gott sem kominn í höfn. 15 - Ivan Peri i has been directly involved in 15 goals at World Cups and EUROs combined (9 goals, 6 assists), five more than any other Croatia player. Evergreen. pic.twitter.com/c61GNmYSkf— OptaJoe (@OptaJoe) November 27, 2022 Til að fullnægja niðurlæginguna þá bættu Króatar við fjórða markinu í uppbótartíma eftir skelfileg mistök í vörn Króatíu. Lovro Majer gat ekki klúðrað eftir að Mislav Oršić renndi boltanum á hann og Majer var fyrir opnu marki. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn lyftir Króatíu á topp F-riðils með betri markatölu en Marokkó sem er einnig með 4 stig. Belgía kemur þar á eftir með 3 stig á meðan Kanada er án stiga og úr leik. HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01
Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. Mikil spenna ríkti fyrir leik en John Herdman, þjálfari Kanada, sagði eftir naumt tap liðsins að Kanada ætlaði sér stóra hluti gegn Króatíu. Hann orðaði þó ekki alveg jafn pent og má segja að ummæli hans hafi bitið hann í rassinn í dag. Það var þó eins og Herdman hefði hitt naglann á höfuðið þar sem fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tveggja mínútna leik. Það gerði Alphonso Davies með frábærum skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Tajon Buchanan af hægri. Davies klúðraði vítaspyrnu gegn Belgíu í fyrstu umferð mótsins en segja má að hann hafi bætt upp fyrir klúðrið með marki sínu í dag. 68 - Alphonso Davies' goal after 68 seconds is the fastest goal in a group stage match at the World Cup since Clint Dempsey scored after 29 seconds against Ghana in 2014. Concacaf'd. pic.twitter.com/pLJMAoGZ0X— OptaJack (@OptaJack) November 27, 2022 Andrej Kramarić jafnaði metin á 25. mínútu leiksins en því miður fyrir hann, og Króatíu var Marko Livaja rangstæður í aðdraganda marksins. Tíu mínútum síðar kom Kramarić boltanum aftur í netið og að þessu sinni stóð markið. Frábær hnitmiðuð afgreiðsla úr þröngu færi eftir sendingu Ivan Perišić. Marko Livaja kom Króatíu yfir.Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Livaja kom Króatíu yfir undir lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti úr D-boganum eftir að boltinn barst til hans eftir gott hlaup Kramarić. Þó Kanada hafi komist yfir snemma leiks þá var það Króatía sem var yfir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Áfram lék Króatía eins og liðið sem valdið hefði og þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka kom náðarhöggið. Aftur gaf Perišić á Kramarić og aftur skilaði sár síðarnefndi boltanum í netið. Staðan orðin 3-1 og sigurinn svo gott sem kominn í höfn. 15 - Ivan Peri i has been directly involved in 15 goals at World Cups and EUROs combined (9 goals, 6 assists), five more than any other Croatia player. Evergreen. pic.twitter.com/c61GNmYSkf— OptaJoe (@OptaJoe) November 27, 2022 Til að fullnægja niðurlæginguna þá bættu Króatar við fjórða markinu í uppbótartíma eftir skelfileg mistök í vörn Króatíu. Lovro Majer gat ekki klúðrað eftir að Mislav Oršić renndi boltanum á hann og Majer var fyrir opnu marki. Staðan orðin 4-1 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn lyftir Króatíu á topp F-riðils með betri markatölu en Marokkó sem er einnig með 4 stig. Belgía kemur þar á eftir með 3 stig á meðan Kanada er án stiga og úr leik.
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01
Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. 27. nóvember 2022 08:01
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti