Tuttugu og tvær nauðganir tilkynntar á mánuði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 14:11 Sé litið til tíma brots voru að jafnaði sextán nauðganir á mánuði á fyrstu níu mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Alls barst lögreglu 195 tilkynningar um nauðganir á fyrstu níu mánuðum ársins og var því að jafnaði tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Um er að ræða 26 prósent aukningu frá því í fyrra. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar á sama tíma. Um er að ræða fjölda tilkynntra brota en þegar horft er til tímasetningar, það er hvenær brotin áttu sér stað, áttu 146 nauðganir sér stað á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er aukning um sextán prósent milli ára. Getur það þó tekið breytingum í framtíðinni þar sem slík brot eru oft tilkynnt seinna. Að því er kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra sem birtist í dag voru allt í allt 490 tilkynningar um kynferðisbrot á tímabilinu sem er tæplega tveggja prósentustiga fækkun milli ára. Þegar horft er til tíma brots voru brotin 348 talsins. Þó tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað hefur tilkynntum kynferðisbrotum fækkað lítillega. Flestar tilkynningar um kynferðisbrot voru í september, alls 72. Þar af voru 30 tilkynningar um nauðgun. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar, tilkynnt blygðunarsemisbrot voru 48 og kynferðisbrot gegn börnum 76, en brotum vegna kynferðislegrar áreitni og brotum gegn kynferðislegri friðhelgi fjölgar. Grunaðir voru í 95 prósent tilfella karlmenn þegar kom að kynferðisbrotum almennt, af 329 grunuðum voru 200 grunaðir um nauðgun á tímabilinu. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotamálum var 34 ár en í tíu prósent tilfella voru grunaðir undir átján ára aldri, svipað og fyrri ár. Vilja fjölga tilkynningum Ríkislögreglustjóri birti sömuleiðis skýrslu í gær um heimilisofbeldi þar sem fram kom að tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila hafi aldrei verið fleiri. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra hefur þó ítrekað að fleiri tilkynningar séu ekki endilega merki um meira ofbeldi en það hafi verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að fjölga tilkynningum samhliða því markmiði að fækka ofbeldisbrotum. Átak ríkislögreglustjóra og fleiri aðila er stór hluti í þeirri þróun þar sem vitundarvakning gegn ofbeldi hefur verið áberandi á árinu, líkt og var til að mynda fyrir verslunarmannahelgi. Vitundarvakningunni verður framhaldið í aðdraganda hátíðanna með áherslu á að vinna gegn ofbeldi og áreitni en almenningur er hvattur til að skemmta sé vel þar sem góð skemmtun feli í sér að allir geti verið öruggir fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Þá er fólk hvatt til að leita til neyðarlínunnar ef áhyggjur vakna. Á heimasíðunni 112.is er sömuleiðis hægt að finna leiðarvísi um réttargæslukerfið fyrir þolendur kynferðisbrota, þar á meðal svör við spurningum hvernig er hægt að tilkynna kynferðisbrot, hvert er hægt að leita til að fá aðstoð, hvað gerist þegar kynferðisbrot er kært og góð ráð frá þolendum sem hafa verið með mál í réttarvörslukerfinu, fagaðilum og starfsfólki lögreglu og héraðssaksóknara. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. 9. nóvember 2022 12:44 Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. 25. júlí 2022 22:08 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Um er að ræða fjölda tilkynntra brota en þegar horft er til tímasetningar, það er hvenær brotin áttu sér stað, áttu 146 nauðganir sér stað á fyrstu níu mánuðum ársins, sem er aukning um sextán prósent milli ára. Getur það þó tekið breytingum í framtíðinni þar sem slík brot eru oft tilkynnt seinna. Að því er kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra sem birtist í dag voru allt í allt 490 tilkynningar um kynferðisbrot á tímabilinu sem er tæplega tveggja prósentustiga fækkun milli ára. Þegar horft er til tíma brots voru brotin 348 talsins. Þó tilkynningum um nauðganir hafi fjölgað hefur tilkynntum kynferðisbrotum fækkað lítillega. Flestar tilkynningar um kynferðisbrot voru í september, alls 72. Þar af voru 30 tilkynningar um nauðgun. Blygðunarsemisbrotum og kynferðisbrotum gagnvart börnum fækkar, tilkynnt blygðunarsemisbrot voru 48 og kynferðisbrot gegn börnum 76, en brotum vegna kynferðislegrar áreitni og brotum gegn kynferðislegri friðhelgi fjölgar. Grunaðir voru í 95 prósent tilfella karlmenn þegar kom að kynferðisbrotum almennt, af 329 grunuðum voru 200 grunaðir um nauðgun á tímabilinu. Meðalaldur grunaðra í kynferðisbrotamálum var 34 ár en í tíu prósent tilfella voru grunaðir undir átján ára aldri, svipað og fyrri ár. Vilja fjölga tilkynningum Ríkislögreglustjóri birti sömuleiðis skýrslu í gær um heimilisofbeldi þar sem fram kom að tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila hafi aldrei verið fleiri. Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra hefur þó ítrekað að fleiri tilkynningar séu ekki endilega merki um meira ofbeldi en það hafi verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að fjölga tilkynningum samhliða því markmiði að fækka ofbeldisbrotum. Átak ríkislögreglustjóra og fleiri aðila er stór hluti í þeirri þróun þar sem vitundarvakning gegn ofbeldi hefur verið áberandi á árinu, líkt og var til að mynda fyrir verslunarmannahelgi. Vitundarvakningunni verður framhaldið í aðdraganda hátíðanna með áherslu á að vinna gegn ofbeldi og áreitni en almenningur er hvattur til að skemmta sé vel þar sem góð skemmtun feli í sér að allir geti verið öruggir fyrir kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Þá er fólk hvatt til að leita til neyðarlínunnar ef áhyggjur vakna. Á heimasíðunni 112.is er sömuleiðis hægt að finna leiðarvísi um réttargæslukerfið fyrir þolendur kynferðisbrota, þar á meðal svör við spurningum hvernig er hægt að tilkynna kynferðisbrot, hvert er hægt að leita til að fá aðstoð, hvað gerist þegar kynferðisbrot er kært og góð ráð frá þolendum sem hafa verið með mál í réttarvörslukerfinu, fagaðilum og starfsfólki lögreglu og héraðssaksóknara.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. 9. nóvember 2022 12:44 Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. 25. júlí 2022 22:08 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Fleiri skili skömminni og tilkynni ofbeldisbrot en áður Þrátt fyrir að skráðum brotum um ofbeldi meðal barna og ungmenna hafi fjölgað þýðir það ekki endilega aukningu slíkra brota að sögn sviðsstjóra hjá Ríkislögreglustjóra. Hún telur að hærra hlutfall slíkra mála sé að skila sér inn í kerfið og fólk tilkynni frekar slík brot en áður. Opin umræða og hvatning um að skila skömminni sé að skila sér. 9. nóvember 2022 12:44
Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14
Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. 25. júlí 2022 22:08