„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 11:01 Brynjar Þór var ekki ánægður með tæknivilluna sem Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, fékk gegn Haukum. Vísir Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi þar sem þáttastjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson var með sérfræðingana Matthías Orra Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson í setti hjá sér og farið var yfir síðustu umferð í Subway-deild karla í körfuknattleik. Meðal þess sem strákarnir ræddu voru tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leiknum gegn Haukum. Pétur Rúnar var rekinn út úr húsi og Brynjar Þór var allt annað en ánægður með dómarana. „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum, Þetta er það sem þeir vilja. Það er ekkert gaman að spila íþróttir og körfubolta ef það má ekki aðeins blása,“ sagði Brynjar Þór þegar Kjartan Atli spurði hann að því hvað honum þætti um þá reglu að refsa ætti leikmönnum sem mótmæltu dómi á leikrænan hátt. „Þú ert í jöfnum leik, það eru fimm mínútur eftir og það er klár villa. Dómarinn refsar tvisvar, dæmir ekki villuna, þeir fá hraðaupphlaup og körfu. Þeir dæma síðan tæknivillu og aðra tæknivillu. Af hverju er Pétur Rúnar að mótmæla? Þetta er prúðasti leikmaður landsins síðustu tíu ár. Af hverju er hann reiður?“ spurði Brynjar Þór. „Af hverju ert þú reiður?“ spurði Matthías Orri þá Brynjar til baka, en Brynjar var greinilega alls ekki ánægður með þessa línu dómaranna. Klippa: Brynjar Þór um tæknivillur Brynjar vill að dómarar lesi betur í aðstæður. „Þú verður að lesa í aðstæður og stjórna leiknum. Er þetta á fyrstu mínútu eða eru fimm mínútur eftir? Er þetta prúðasti leikmaður deildarinnar? Ef þetta er ég sem er alltaf tuðandi, refsaðu mér. Pétur er ekki þessi gæi sem er mikið að tuða í dómurum.“ Alla umræðu þeirra Kjartans Atla, Brynjars Þórs og Matthíasar Orra má sjá í spilaranum hér að ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira