Bjarni segir umdeilda hækkun á leiguverði óforsvaranlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 11:50 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur umdeilda hækkun íbúðafélagsins Ölmu á leiguverði óforsvaranlega. Þingmaður Flokks fólksins krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda leigjendur gegn gegndarlausum hækkunum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð íbúðafélagsins Ölmu. Um mánaðarmótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og sagði það ekki einsdæmi. „Erlend kona setti færslu á Facebook þar sem hún sagði frá sextíu þúsund króna hækkun leigu á 67 fermetra íbúð, sem frá og með febrúar verður 310 þúsund,“ sagði Ásthildur og gagnrýndi hækkanirnar sérstaklega í ljósi gríðarlegs hagnaðar Ölmu íbuðafélags á síðasta ári. Stjórnendur Ölmu hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu um málið og nú síðast í morgun hafnaði framkvæmdastjóri félagsins viðtali. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi framferði félagsins á þinginu í morgun. „Ég tel að það sé óforsvaranlegt að ganga jafn langt gagnvart fólki eins og gert er í þessu tiltekna dæmi. Og viðbrögð okkar í þessari stöðu hljóta alltaf að vera þau að huga að þeim sem eru í viðkvæmastri stöðu.“ Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því og vísaði meðal annars til þess að til stæði að hækka húsnæðisbætur. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa sagði nauðsynlegt að koma böndum á leigumarkaðinn. „Ef fólk á leigumarkaði missir heimili sín, hvert á það að fara? Eftir hverju er ráðherra að bíða áður en gripið verður til aðgerða til að verja heimilin? Er ráðherra tilbúinn að verja heimilin með því að tryggja með lögum að enginn missi heimilið í því ástandi sem nú er?“ spurði Ásthildur. „Ég krefst þess að sett verði neyðarlög til þess að vernda fólk gegn þessum gegndarlausu hækkunum og að það sé ekki þegar búið er ríkisstjórninni til háborinnar skammar.“ Bjarni Benediktsson sagði ljóst að ekki væri hægt að þola hvaða framkomu sem er gagnvart leigjendum. Hann bindur þó vonir við að fyrrnefndar aðgerðir og fjölgun félagslegra íbúða muni skila árangri. „En á sama tíma þurfum við að gæta að því að grípa ekki til aðgerða sem verða beinlínis til þess að draga úr framboði á leigumarkaði,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun.
Alþingi Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira