Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 15:02 Róbert Wessman stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Hann tók við stöðu forstjóra á dögunum. Vísir/Vilhelm Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. Í tilkynningu frá félaginu segir að auðkenni bréfanna „ALVO“ haldist óbreytt og breytingin hafi ekki áhrif á viðskipti með hlutabréfin á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum. Fram kemur að með skráningu á Aðalmarkað muni hlutabréf Alvotech ná til breiðari hóps fjárfesta. Fyrirtæki á aðalmarkaðnum eigi möguleika, að vissum skilyrðum uppfylltum, að vera valin til þátttöku í innlendum og erlendum hlutabréfavísitölum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að félagið sé fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera tekið til viðskipta á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Það er okkur því mikil ánægja að viðskipti geti nú hafist með bréfin á Aðalmarkaðnum. Það gerir gerir breiðari hópi kleift að fjárfesta í bréfum fyrirtækisins, “ segir Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech. „Alvotech er skráð, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði líftæknilyfjahliðstæða. Við höfum þegar fjárfest fyrir yfir 150 milljarða króna til að byggja upp fullkomna aðstöðu til að þróa og framleiða hagkvæmari líftæknilyf sem geta bætt lífsgæði sjúklinga um allan heim.“ Til að fagna því að vera tekið til viðskipta á aðalmarkað muni Róbert hringja lokabjöllu Kauphallarinnar klukkan 15:30. Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2. desember 2022 07:05 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að auðkenni bréfanna „ALVO“ haldist óbreytt og breytingin hafi ekki áhrif á viðskipti með hlutabréfin á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum. Fram kemur að með skráningu á Aðalmarkað muni hlutabréf Alvotech ná til breiðari hóps fjárfesta. Fyrirtæki á aðalmarkaðnum eigi möguleika, að vissum skilyrðum uppfylltum, að vera valin til þátttöku í innlendum og erlendum hlutabréfavísitölum. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanni og forstjóra Alvotech, að félagið sé fyrsta íslenska fyrirtækið til að vera tekið til viðskipta á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi. „Það er okkur því mikil ánægja að viðskipti geti nú hafist með bréfin á Aðalmarkaðnum. Það gerir gerir breiðari hópi kleift að fjárfesta í bréfum fyrirtækisins, “ segir Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech. „Alvotech er skráð, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði líftæknilyfjahliðstæða. Við höfum þegar fjárfest fyrir yfir 150 milljarða króna til að byggja upp fullkomna aðstöðu til að þróa og framleiða hagkvæmari líftæknilyf sem geta bætt lífsgæði sjúklinga um allan heim.“ Til að fagna því að vera tekið til viðskipta á aðalmarkað muni Róbert hringja lokabjöllu Kauphallarinnar klukkan 15:30. Alvotech, stofnað af Róberti Wessman stjórnarformanni fyrirtækisins, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein.
Kauphöllin Alvotech Tengdar fréttir Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2. desember 2022 07:05 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2. desember 2022 07:05