Benzema var (og er) í HM-hópi Frakka og það hefur verið orðrómur um að hann verði kallaður inn í liðið fyrir úrslitaleikinn á móti Argentínu.
Það er efast líklega enginn um að Benzema er frábær framherji en það er síðan önnur spurning hvernig hann passar inn í franska landsliðið undir stjórn Didier Deschamps.
Benzema meiddist á æfingu franska landsliðsins rétt fyrir heimsmeistaramótið en er búinn að ná sér og farinn að æfa með Real Madrid.
Menn hafa aftur á móti bent á það að franska liðið virðist ekki sakna Benzema.
Frakkar hafa unnuð alla leiki sína í útsláttarkeppninni og unnu líka báða leikina sem skiptu máli í riðlinum.
Kylian Mbappé er með fimm mörk og Olivier Giroud hefur skorað fjögur mörk í mótinu sem fremsti maður. Giroud hefði líklegast setið á bekknum hefði Benzema verið leikfær.
Það er síðan sláandi að sjá hvernig Frökkum hefur gengið með og án Benzema á stórmótum sínum undir stjórn Didier Deschamps.
Deschamps er að stýra franska landsliðinu á fimmta stórmótinu. Frakkar hafa komust í úrslitaleikina á þeim mótum sem Benzema hefur ekki verið með (EM 2016, HM 2018 og HM 2022). Þeir hafa aftur á móti ekki komist í úrslitaleikinn á mótunum þar sem Benzema hefur spilað en það eru HM 2014 og EM 2021.