Ólykt sem herjar á íbúa Hafnarfjarðar veldur höfuðverk og ógleði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. desember 2022 16:05 Fjölmargir íbúar Hafnarfjarðar hafa kvartað yfir lyktinni, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Vísir/Vilhelm Megn ólykt herjar nú á íbúa Hafnarfjarðar. Fjölmargir íbúar hafa kvartað yfir lyktinni á samfélagsmiðlum, sem minnir á bensín-eða olíulykt. Fréttastofu hafa borist ábendingar um að fólk finni fyrir höfuðverk og ógleði vegna þessa. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir stofnunina leita logandi ljósi að skýringum og það sé áhyggjuefni ef hreinsiefni kunni að hafa borist í skólplagnir. Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu. Hafnarfjörður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Á íbúasíðunni Vesturbærinn minn – íbúar í vesturbæ Hafnarfjarðar má sjá fjölmargar færslur þar sem íbúar deila áhyggjum sínum. Þar deilir fólk því að það finni megna lykt upp úr niðurföllum og sturtubotnum sem berst um alla íbúð og valdi miklu ónæði og ónotum. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins kannaðist við málið og staðfesti að margar kvartanir og tilkynningar hefðu borist vegna málsins. Hann sagðist þó engar haldbærar skýringar hafa á ólyktinni. „Við erum að heyra þetta víða í Hafnarfirði. Bæði í Vestur- og Norðurbænum. Við erum á fullu að skoða þetta með fráveitunni í Hafnarfirði og reynum að finna út hvað hugsanlega getur verið að. Við erum að ganga í brunna og reyna að átta okkur á þessu. Þá erum við búin að vera í sambandi við olíufélögin og biðja þau að hjálpa okkur að skoða niðurföll hjá sér og kanna hvort það sé eitthvað að þar,“ segir Hörður. Áhyggjuefni ef hreinsiefni berast í skólpkerfi Hörður segir að á morgun standi til að dæla úr skólplögnum og sjá hvaða áhrif það hefur. Þá mun fráveitan mæta með dælubíla og tengja inn á brunna. Samkvæmt Herði er þetta mögulega tengt því að fólk sé að þvo bíla sína mjög víða og tjöruhreinsir hafi borist í skólpkerfið. Ef það reynist rétt sé það áhyggjuefni. „Vissulega höfum við áhyggjur af því að það fari slík efni i skólpkerfi. Það er ástæða fyrir því að fólk er hvatt til að nýta ekki sterk efni í þvott á bílum og svo framvegis. Við vitum að það er þannig tíð núna, mikið frost og fólk er að nota tjöruhreinsi til að þvo bifreiðar. Það á ekki að gera það nema það séu olíuskiljur og annað til staðar. En aftur á móti eru vatnslásar í húsum sem eiga að vera það þéttir að svona skólplykt á ekki að geta borist inn í híbýli fólks þó það fari einhver olíuefni í skólpið. Við vitum að svona skolast eitthvað út í kerfið en höfum ekki fengið svona margar kvartanir eins og núna. Þetta er mjög óvenjulegt," segir Hörður. Íbúar á hverfissíðum í Hafnarfirði hafa merkt staði þar sem lyktin finnst inn á kort. Hörður segir erfitt að segja til um hvaðan uppruninn kemur þegar lykt berst eftir lögnum. Hann hvetur alla til að stilla notkun á hreinsi-og leysiefnum í hóf. „Ég hvet íbúa til að hjálpa okkur að uppræta þetta með því að nota ekki slík efni í bílskúrum. Farið frekar á staði eins og bílaþvottastöðvar þar sem eru olíugildrur til að taka á móti slíkum efnum,“ segir Hörður og ítrekar að starfsfólk Heilbrigðiseftirlitsins og Hafnarfjarðarbæjar séu á fullu að reyna finna út úr þessu.
Hafnarfjörður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira