Bilbao Basket - Real Madrid mætast í ACB körfuboltanum á Spáni. Bein útsending hefst klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport 3. Real Madrid er á toppnum í ACB deildinni og hefur unnið tíu af tólf leikjum.
Lokasóknin verður á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20:00 þar sem þeir Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson fara yfir allt það helsta úr 16. umferð NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.
Þá er Stjórinn á dagskrá klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport. Í Stjóranum mætast Hjálmar Örn og Óli Jóels í Football Manager og berjast þar um hvor lendir ofar í 4. deildinni á Englandi. Stjórarnir verða settir undir tímapressu og þurfa að taka allskyns fjölbreyttar áskoranir.