Jafntefli og tvö rauð spjöld á loft í slagnum um Katalóníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2022 15:15 Leikur dagsins skipti bæði leikmenn og stuðningsfólk miklu máli. Alex Caparros/Getty Images Barcelona mætti nágrönnum sínum í Espanyol í fyrsta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigri hefðu Börsungar náð tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Barcelona komst yfir snemma leiks þegar miðvörðurinn Marcos Alonso skilaði knettinum í netið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 allt þangað til á 73. mínútu þegar Espanyol fékk vítaspyrnu. Joselu skilaði knettinum í netið og staðan orðin 1-1. Bæði lið misstu menn af velli undir lok leiks þar sem Jordi Alba og Vinicius Souza fengu báðir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Alls fór gula spjaldið 15 sinnum á loft í leiknum. Barcelona fer með jafnteflinu á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, líkt og Real Madríd. Spænski boltinn Fótbolti
Barcelona mætti nágrönnum sínum í Espanyol í fyrsta leik dagsins í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Með sigri hefðu Börsungar náð tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Barcelona komst yfir snemma leiks þegar miðvörðurinn Marcos Alonso skilaði knettinum í netið. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 allt þangað til á 73. mínútu þegar Espanyol fékk vítaspyrnu. Joselu skilaði knettinum í netið og staðan orðin 1-1. Bæði lið misstu menn af velli undir lok leiks þar sem Jordi Alba og Vinicius Souza fengu báðir sitt annað gula spjald og þar með rautt. Alls fór gula spjaldið 15 sinnum á loft í leiknum. Barcelona fer með jafnteflinu á topp deildarinnar með 38 stig að loknum 15 leikjum, líkt og Real Madríd.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti