Ferðaþjónustan ósátt: Bagalegt að aflýsa ferðum vegna óveðurs sem kemur ekki Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 1. janúar 2023 12:21 Ferðamenn á Íslandi hafa lent í alls konar veðri undanfarna daga og vikur. Óveðrið sem átit að skella á suðvesturhorninu um áramótin lét ekki sjá sig. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustuaðilar eru hugsi yfir hversu auðvelt er að grípa til lokana og appelsínugulra viðvarana. Öllum ferðum frá 31. desember var aflýst vegna vonskuveðurs sem aldrei kom. Svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. Óvissustigi almannavarna var aflétt fljótlega eftir hádegi í gær þegar ljóst varð að vonskuveður sem var í kortunum myndi ekki raungerast. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands segir að lægðin sem búist var við að myndi fara yfir suðvesturhornið hafi haldið sig heldur sunnar. „Við höfum nú séð þær nokkrar lægðirnar síðustu daga og vikur og þegar þær koma þá getur verið talsverð snnjókoma eftir því hvar það hittir og maður svona býst svolítið við því. Við áttum von á því að lægðin kæmi inn á land á Faxaflóa og færi austur yfir landið. Suðurland og suðausturland og með þessari snjókomu og þessu veðri. En það sem verður svo úr er að lægðin fer suður fyrir land og þar af leiðandi nær úrkomusvæðið ekki mikið inn á landið.“ Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri Tröllaferða segir bagalegt þegar að það þurfi að aflýsa ferðum vegna veðurs sem svo kemur ekki. Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða.bylgjan „Já við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að Hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Jóhann segir þröskuldinn fyrir lokanir og viðvaranir vera orðinn lágan „Það sem þetta gerir líka. Þetta er náttúrulega úlfur úlfur. Núna næst þegar það kemur appelsínugul viðvörun þá hugsar maður sig tvisvar um. Get ég treyst því?“ Ferðamennska á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var aflétt fljótlega eftir hádegi í gær þegar ljóst varð að vonskuveður sem var í kortunum myndi ekki raungerast. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands segir að lægðin sem búist var við að myndi fara yfir suðvesturhornið hafi haldið sig heldur sunnar. „Við höfum nú séð þær nokkrar lægðirnar síðustu daga og vikur og þegar þær koma þá getur verið talsverð snnjókoma eftir því hvar það hittir og maður svona býst svolítið við því. Við áttum von á því að lægðin kæmi inn á land á Faxaflóa og færi austur yfir landið. Suðurland og suðausturland og með þessari snjókomu og þessu veðri. En það sem verður svo úr er að lægðin fer suður fyrir land og þar af leiðandi nær úrkomusvæðið ekki mikið inn á landið.“ Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri Tröllaferða segir bagalegt þegar að það þurfi að aflýsa ferðum vegna veðurs sem svo kemur ekki. Jóhann Már Valdimarsson, rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Tröllaferða.bylgjan „Já við aflýsum ferðum og það lítur út fyrir að og það er búið að segja að Hellisheiðin verði lokuð og þessir staðir verði lokaðir. Svo labbar fólk út og það spyr sig. Það rýrir traust bæði hjá þeim fyrirtækjum sem er aflýst hjá og bara ferðaþjónustu almennt.“ Jóhann segir þröskuldinn fyrir lokanir og viðvaranir vera orðinn lágan „Það sem þetta gerir líka. Þetta er náttúrulega úlfur úlfur. Núna næst þegar það kemur appelsínugul viðvörun þá hugsar maður sig tvisvar um. Get ég treyst því?“
Ferðamennska á Íslandi Veður Almannavarnir Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira