„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. janúar 2023 21:22 Sirrý Arnardóttir hefur fengið mikil viðbrögð við færslu þar sem hún furðar sig á því að algjörlega vanhæfir bílstjórar fái að leigja bíl hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. „Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður. Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Það myndaðist þarna löng röð þar sem bíllinn stóð stopp á leiðinni frá Leifsstöð að Reykjanesbrautinni. Þar er langur einbreiður kafli og ekki hægt að keyra fram úr enda bílar sem keyra stöðugt í gagnstæða átt,“ segir Sirrý í samtali við fréttastofu. Algjörlega vanhæfur bílstjóri Þegar þau höfðu setið þar föst fyrir aftan bílinn í einhverja stund ákvað eiginmaður Sirrýar, Kristján Franklín Magnús að kanna hvað væri að í bílnum fyrir framan þau. Sirrý Arnardóttir.aðsend „Hann bankar á rúðuna og kemst að því að bílstjórinn, sem var kínverskur ferðamaður, kunni bara ekkert á bílinn.“ „Hvað kanntu á bíl ef þú kannt ekki að starta honum, kannt ekki á gírana, ekki á handbremsu eða viðvörunarljós og kannt ekki að keyra út í kant til að vera ekki í fyrir?“ Kristján hafi þá kennt bílstjóranum á grunnatriðin sem skipta máli þegar keyra á bíl, bíllinn verði að vera í fyrsta gír þegar koma á honum í gang, sem dæmi. „Þá fer maðurinn af stað og við á eftir með þessa löngu bílalest á eftir okkur. Þá kemur í ljós að hann kann ekki að fara úr fyrsta gír. Hann var bara í fyrsta gír allan tímann sem við keyrðum á eftir honum, þar til við fórum loks fram úr. Í millitíðinni keyrðum við einhver hringtorg og þá sést líka alveg að maðurinn kann ekki að aka um hringtorg,“ segir Sirrý sem sagði frá atvikinu í færslu á Facebook og fengið mikil viðbrögð. Mikil hætta fyrir aðra bílstjóra Hún er hugsi yfir því hversu algengt sé að vanhæfir bílstjórar leigi bíla hér á landi með tilheyrandi hættu fyrir aðra. „Er þetta einsdæmi eða gerist þetta oft? Eigum við á hættu að mæta fólki sem hefur enga grunnþjálfun í að keyra bíl?,“ spyr hún. „Margir hafa skammast í okkur fyrir að hafa ekki hringt strax í lögregluna en ég hugsaði ekki út í það fyrr en eftir á. Ég fór strax að hugsa um bílaleiguna, hver leigir einhverjum bíl á Íslandi í janúar sem kann ekki að keyra? Þetta er annað en að vera á þýskri hraðbraut,“ bætir hún við. Umræddur bílaleigubíll var að gerðinni Dacia duster sem hefur lengi verið vinsæll meðal ferðamanna hérlendis. „Reyndar var maður sem gerði athugasemd við færsluna mína sem sagðist hafa séð hvítan Dacia duster sem hafði keyrt út af á Reykjanesbrautinni, það hlýtur að hafa verið sami bíll,“ segir Sirrý. Umræður um vanhæfi kínverskra bílstjóra spunnust árið 2016 þegar í ljós kom að Kínverjar væru efstir á lista yfir fjölda ferðamanna sem slösuðust í umferðinni hér á landi. Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar við Háskóla Íslands, sagði þá í samtali við fréttastofu að lagt væri meira upp úr bóklega ökunáminu en því verklega þar í landi. Vandamál sé að ökunemar fari sjaldan út á götu í raunverulegar aðstæður.
Samgöngur Kína Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira