„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 11:45 Friðrik Jónsson er formaður BHM. Vísir/Arnar Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Formenn BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands funda með samninganefnd ríkisins klukkan eitt í dag í fjármálaráðuneytinu. Um vinnufund er að ræða og Friðrik Jónsson formaður BHM segir að gera þurfi viðræðurætlun og ræða stöðuna í ljósi þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir á almennum markaði. Friðrik segir þá leggja ákveðnar línur. „En við verðum bra að sjá til í samtali við okkar gagnaðila hvernig okkur tekst að lita innan þess ramma og hvort það sé möguleiki að fara út fyrir hann,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hafa hið minnsta sýnt lítinn vilja til að fara út fyrir línurnar en á fundi þeirra með Eflingu í gær var lagt fram nýtt tilboð innan þess ramma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd félagsins muni hittast á sunnudag til að klára móttilboð sitt og ekkert hefur verið ákveðið með næsta samningafund. Friðrik segir að ef farið verði í skammtímasamng verði ýmis atriði er tengjast styttingu vinnuvikunnar og orlofsmálum mögulega lögð til hliðar en þá þurfi að nýta tímann vel fyrir gerð langtímasamnings. „Og það er áætis fyrirmynd sem liggur fyrir í VR samningnum, þar er búið að setja upp Excel töflu með atriðum sem þarf að ræða og tímalínu.“ Samningar BHM renna ekki út fyrr en í lok mars en Friðrik vill samt skrifa undir sem fyrst og vísar í að fimmtán mánuðir séu liðnir frá síðustu kjarasamningsbundnu launahækkun félagsmanna. „Það eru komnir fimmtán mánuðir í tæplega tíu prósent verðbólgu. Þá er fólk náttúrulega orðið svolítið óþreyjufullt að fá einhverjar kjarabætur sem fyrst. Ég teldi það til dæmis mjög eftirsóknarvert að ræða, ef við erum að fara gera skammtímasamning, að færa fram launahækkanir. Það er engin ástæða til að bíða eftir hækun launaliða til 1 apríl. Ef við gætum fengið það fyrr væri það gífurlega væn gulrót til þess að ná samningum fyrir okkar fólk.“ Fyrirtækin ansi kræf Friðrik segir fólk hafa orðið tvöföldum kjarabruna vegna verðbólgu og vaxtahækkana og kallar eftir því að atvinnulífið geri betur í því að vinna bug á verðbólgunni. „Því verðbólgan er að mjög stórum hluta hagnaðardrifin. Afkoma í íslensku atvinnulífi hefur aldrei verið betri og menn eru ansi kræfir í að taka sér góðan hagnað og eru þar með ekki að taka þátt í að vinna bug á verðbólgunni. Það þarf að stilla verðhækkunum í hóf og stilla arðsemis- og hagnaðarkröfum í hóf. Það er svigrúm til að halda aftur af sér og þarna getur atvinnulífið komið til móts við okkur til að vinna bug á verðbólgunni.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira