Handbolti

Ungverjar hófu HM-undirbúninginn á sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ungverjar kljást við Michael Damgaard í leik gegn Dönum.
Ungverjar kljást við Michael Damgaard í leik gegn Dönum. Jan Christensen / FrontzoneSport via Getty Images

Ungverjar unnu nauman eins marks sigur er liðið mætti Slóvenum í fyrri undirbúningsleik liðanna fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst eftir tæpa viku, 27-28. Ungverjar verða með okkur Íslendingum í D-riðli á HM.

Eins og flestir vita er ekki endilega hægt að rýna of mikið í þessa æfingaleiki stuttu fyrir mót, en þeir geta þó gefið ágæta mynd af því sem liðin ætla sér að gera þegar á mótið er komið.

Slóvenar byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. Það var þó ungverska liðið sem reyndist sterkara í síðari hálfleik og snéri að lokum taflinu sér í vil. Lokatölur 27-28, en liðin mætast aftur klukkan 15:00 á morgun og leggja þá lokahönd á undirbúning sinn fyrir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×