Fótbolti

Lloris segir að Martínez hafi gert sig að fífli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hugo Lloris hefur ekki mikið álit á Emiliano Martínez.
Hugo Lloris hefur ekki mikið álit á Emiliano Martínez. getty/Matthew Ashton

Hugo Lloris, fyrrverandi fyrirliði franska fótboltalandsliðsins, hefur bæst í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt Emiliano Martínez, markvörð heimsmeistara Argentínu.

Frakkland og Argentína mættust í eftirminnilegum úrslitaleik HM þar sem Argentínumenn höfðu betur eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 3-3 en Argentína vann vítakeppnina, 4-2.

Úrslitaleikur HM reyndist síðasti landsleikur Lloris en hann hefur tilkynnt að hann sé hættur í landsliðinu. Ljóst er að stælarnir í Martínez í vítakeppninni sitja enn í Lloris, allavega miðað við ummæli hans í L'Equipe.

„Að gera mig að fífli í markinu, taka andstæðinginn úr jafnvægi og fara yfir strikið; ég gæti ekki gert það,“ sagði Lloris.

„Ég er of heiðarlegur maður til fara þá leið. Ég kann ekki að vinna svoleiðis þótt ég vildi heldur ekki tapað þannig,“ bætti Tottenham-maðurinn við.

Martínez hefur víða verið gagnrýndur fyrir hvernig hann hagaði sér á meðan úrslitaleik HM stóð, eftir hann og í fagnaðarlátum Argentínumanna. Honum virtist sérstaklega mikið í mun að strá salti í sár Kylians Mbappé sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum.

Lloris lék alls 145 landsleiki og er leikjahæstur í sögu franska landsliðsins. Hann var fyrirliði Frakka þegar þeir urðu heimsmeistarar 2018.


Tengdar fréttir

Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu

Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins.

Martínez útskýrir fagnið umdeilda

Emiliano Martínez, markvörður heimsmeistara Argentínu, hefur útskýrt af hverju hann fagnaði eins og gerði eftir að tók við verðlaununum fyrir að vera besti markvörður HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×