Töluverður munur var á íslenska liðinu síðan í jafnteflinu gegn Eistlandi en báðir vináttuleikirnir fóru fram á Algarve. Sveinn Aron kom inn fyrir bróðir sinn Andra Lucas og þakkaði traustið.
Byrjunarlið Íslands gegn Svíþjóð.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 12, 2023
Leikurinn hefst kl. 18:00 og verður í beinni útsendingu á Viaplay.
Our starting lineup for the friendly against Sweden today.#fyririsland pic.twitter.com/lquKMiaCla
Ísland fékk vítaspyrnu þegar hálftími var liðinn og Sveinn Aron steig upp. Vítaspyrna hans var hins vegar farin en sem betur fyrir Svein Aron, og Ísland, féll frákastið fyrir fætur hans og hann skoraði. Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún allt fram á 85. mínútu.
Jacob Widell Zetterström stod för ett knippe svettiga räddningar i sin landslagsdebut. Är han någon för "riktiga" landslaget? pic.twitter.com/PIeyRnxRGD
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) January 12, 2023
Svíþjóð fékk þá aukaspyrnu á góðum stað sem Elias Andersson tók. Andersson skoraði með glæsilegu skoti og staðan orðin 1-1. Íslenska liðið fór svo úr öskunni í eldinn þar sem Jacob Ondrejka skoraði eftir hornspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
An acrobatic 1st half. Our boys lead at the break. pic.twitter.com/DAujYtj5XN
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 12, 2023
Staðan orðin 2-1 og var það lítið eftir að íslenska liðið náði ekki að svara. Svíþjóð fór þar af leiðandi með 2-1 sigur af hólmi.