Fótbolti

Ís­land henti frá sér sigrinum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron í leik kvöldsins.
Sveinn Aron í leik kvöldsins. KSÍ

Ísland glutraði niður eins marks forystu í vináttuleik gegn Svíþjóð í kvöld. Svíar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 2-1 sigur eftir að Sveinn Aron Guðjohnsen hafði komið Íslandi yfir í fyrri hálfleik.

Töluverður munur var á íslenska liðinu síðan í jafnteflinu gegn Eistlandi en báðir vináttuleikirnir fóru fram á Algarve. Sveinn Aron kom inn fyrir bróðir sinn Andra Lucas og þakkaði traustið.

Ísland fékk vítaspyrnu þegar hálftími var liðinn og Sveinn Aron steig upp. Vítaspyrna hans var hins vegar farin en sem betur fyrir Svein Aron, og Ísland, féll frákastið fyrir fætur hans og hann skoraði. Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún allt fram á 85. mínútu. 

Svíþjóð fékk þá aukaspyrnu á góðum stað sem Elias Andersson tók. Andersson skoraði með glæsilegu skoti og staðan orðin 1-1. Íslenska liðið fór svo úr öskunni í eldinn þar sem Jacob Ondrejka skoraði eftir hornspyrnu þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 

Staðan orðin 2-1 og var það lítið eftir að íslenska liðið náði ekki að svara. Svíþjóð fór þar af leiðandi með 2-1 sigur af hólmi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×