„Svo vaknar maður bara ekki ferskur og skánar með deginum,“ segir Björgvin og bætir við að það hafi verið sjokk hvernig leikurinn gegn Ungverjum fór á laugardaginn þegar liðið tapaði 30-28.
„Sérstaklega hvernig hann þróaðist og fyrir framan þessa áhorfendur. Það var gríðarlegt svekk. Svo er bara nýr dagur og ný tækifæri.“
Hann segir að staðan sé í rauninni mjög einföld og það er bara að vinna næsta leik.
„Og svo ætlum við að vinna leikinn þar á eftir og í besta falli vinnum við alla leiki þar á eftir og verðum heimsmeistarar. Þetta var bara slys og við vorum góðir í leiknum gegn Ungverjum heilt yfir. Menn þurfa núna að skoða sjálfan sig, gagnrýna sjálfan sig, taka þeirri gagnrýni sem kemur á okkur og vinna bara Suður-Kóreu.“