262 nauðganir tilkynntar árið 2022 Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. janúar 2023 16:39 Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Getty Alls voru 634 kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu árið 2022. Fleiri nauðganir voru tilkynntar miðað við síðastliðin þrjú ár og þá fjölgaði brotum gegn kynferðislegri friðhelgi (stafræn brot) um helming miðað við árið á undan. Fjöldi tilkynntra kynferðisbrota gegn börnum var nánast óbreyttur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi voru gerð að lögum í febrúar 2021. Voru 79 slík brot tilkynnt á síðasta ári, og þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Er þar um rúmlega helmingsaukning frá 2021. Þegar tegund þessara brota eru greind nánar eftir eðli þeirra má sjá að í um 40 prósent tilvika er um að ræða myndefni sem dreift er í afmörkuðum hópi og í 27 prósent tilvika var myndefni útbúið eða aflað af sakborningi. Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru svipuð að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 2018-2022 hefur lögreglu verið tilkynnt um að jafnaði yfir 600 kynferðisbrot á ári en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Fram kemur í skýrslunni að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 sé að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að 2,3 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 19 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot. Alls bárust 262 tilkynningar um nauðganir til lögreglu á síðasta ári og þar af 184 sem áttu sér stað á árinu. Að jafnaði var tilkynnt um 22 nauðganir á mánuði. Skráðum brotum hjá lögreglu um kynferðisbrot gegn börnum sem áttu sér stað árið 2022 fækkaði um helming, samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára og voru þau 52 talsins. Alls var tilkynnt um 114 kynferðisbrot gegn börnum, og samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára var fjöldi tilkynntra mála svipaður. Brot gegn kynferðislegri friðhelgi voru gerð að lögum í febrúar 2021. Voru 79 slík brot tilkynnt á síðasta ári, og þar af 59 sem áttu sér stað árið 2022. Er þar um rúmlega helmingsaukning frá 2021. Þegar tegund þessara brota eru greind nánar eftir eðli þeirra má sjá að í um 40 prósent tilvika er um að ræða myndefni sem dreift er í afmörkuðum hópi og í 27 prósent tilvika var myndefni útbúið eða aflað af sakborningi. Tilkynnt kynferðisbrot árið 2022 voru svipuð að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Frá 2018-2022 hefur lögreglu verið tilkynnt um að jafnaði yfir 600 kynferðisbrot á ári en fjöldi mála hjá lögreglu var almennt lægri fyrir þann tíma. Fjölgun tilkynninga og fækkun brota Fram kemur í skýrslunni að eitt af meginmarkmiðum lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun 2019-2023 sé að hlutfall þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisbrotum og tilkynna það til lögreglu aukist á tímabilinu um leið og kynferðisbrotum fækki. Í þolendakönnun lögreglunnar 2022 fyrir árið 2021 kom fram að 2,3 prósent svarenda höfðu orðið fyrir kynferðisbroti og 19 prósent þeirra tilkynntu brotið til lögreglu. Í samanburði við fyrri rannsóknir hefur ekki áður jafn hátt hlutfall landsmanna tilkynnt kynferðisbrot til lögreglu.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Sjá meira