„Kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Images Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að leikmenn íslenska landsliðsins eigi að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir með hvernig varnarleikur liðsins er settur upp. Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti