Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 00:05 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku. Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku.
Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Fótbolti Fleiri fréttir Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Í beinni: Bournemouth - Man. City | Óvænt úrslit á Vitality? Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Sjá meira