Þýska deildin fór loksins af stað á ný eftir HM-pásuna löngu síðastliðinn föstudag. Þá þurftu þýsku meistararnir að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn RB Leipzig og niðurstaðan varð sú sama í kvöld er liðið heimsótti Köln.
Það voru gestirnir í Köln sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Ellyes Skhiri kom boltanum í netið strax á fjórðu mínútu leiksins.
Lengi vel leit út fyrir að þetta yrði eina mark leiksins, en Joshua Kimmich kom heimamönnum til bjargar þegar hann jafnaði metin á seinustu mínútu venjulegs leiktíma og þar við sat.
Niðurstaðan því 1-1 jafntefli, en þrátt fyrir töpuð stig í tveimur leikjum í röð trónir Bayern enn á toppi deildarinnar með 36 stig eftir 17 leiki, fjórum stigum meira en RB Leipzig sem situr í öðru sæti. Köln situr hins vegar í tíunda sæti með 21 stig.
Þá vann RB leipzig einmitt afar öruggan 6-1 sigur er liðið heimsótti Schalke fyrr í dag og er nú með 32 stig eftir 17 leiki.