Ákvörðun ríkissáttasemjara geti haft alvarlegar afleiðingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. janúar 2023 18:12 Drífa Snædal er ekki sátt með nýjustu vendingar í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Vísir/vilhelm Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, segir ríkissáttasemjara setja stórhættulegt fordæmi með miðlunartillögu sinni í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hún segir ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma. „Nánast ómögulegt“ sé fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, lagði í dag fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Hann vísaði til þess að deilan væri í algjörum hnút og sá þennan kost einan í stöðunni. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar hefur þegar hafnað lögmæti miðlunartillögunnar og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir tillöguna setja hættulegt fordæmi til framtíðar. Mun meiri kosningaþátttöku þurfi „Með ákvörðun sinni að leggja fram miðlunartillögu er ríkissáttasemjari heldur betur að teygja á heimildum sínum. Það er véfengjanlegt að hann hafi þessar heimildir án samráðs við deiluaðila en heimildir Eflingar til að semja fyrir sitt fólk og undirbúa verkfallsaðgerðir eru óvéfengdar,“ skrifar Drífa á Facebook og segir að þegar einu sinni sé búið að taka slíka ákvörðun um hætt við að hún verði tekin aftur og aftur og aftur. Þá sé það nánast ómögulegt fyrir félagsmenn að fella slíka tillögu ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum sem gilda um embætti ríkissáttasemjara telst slík miðlunartillaga felld ef meira en helmingur greiddra atkvæða er á móti henni og ef mótatkvæði eru fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- eða félagaskrá. Drífa bendir á að töluvert meiri kosningaþátttöku þurfi til að fella tillöguna en náðst hefur hingað til í almennum atkvæðagreiðslum. Traust á ríkissáttasemjara minnki „Ef þetta er það sem koma skal á íslenskum vinnumarkaði er verið að draga úr möguleikum og heimildum einstakra stéttarfélaga til að ráða sínum málum sjálf og beita því eina vopni sem launafólk býr yfir - að leggja niður störf.“ Drífa segir hætt við að með þessu fari deilan í enn meiri hnút og að traust til embættis ríkissáttasemjara minnki. Hennar skoðun er hins vegar að félagar í Eflingu hafi átt að fá að greiða atkvæði um það tilboð sem lá á borðinu en það hafi átt að gerast á félagslegum grunni en ekki með valdboði ríkissáttasemjara. „Það er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur hafa látið sig dreyma um auknar valdheimildir ríkissáttasemjara en það hefur verið í andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Að ríkissáttasemjari taki sér þetta vald núna verður varla til að efla samtal um bætt vinnubrögð í samningagerð og getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti á vinnumarkaði til lengri tíma.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira