Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2023 19:21 Kona gengur framhjá sprengjugíg í bænum Hlevakha í Kænugarðshéraði í dag. AP/Roman Hrytsyna Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. Á sama tíma og þúsundir rússneskra hermanna stráfalla í suður- og austurhluta Úkraínu án nokkurs teljandi árangurs í landvinningastríði Putins Rússlandsforseta, halda Rússar áfram eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði landsins. Árásirnar voru einstaklega margar í morgun þegar Rússar skutu 50 eldflaugum ýmist frá herskipum á Svarta hafi eða herþotum, meðal annars á höfuðborgina Kænugarð. Úkraínumenn segjast hafa grandað 47 þessara flauga og 24 íranska dróna. Auk þess hafi Rússar skotið 97 minni eldflaugum frá fjölodda eldflaugapöllum á landi. Rússar halda áfram loftárásum sínum á íbúðabyggð og innviði í Úkraínu en gengur ekkert í landhernaði.AP/Roman Hrytsyna Talsmaður Úkraínuher segir að Rússa undirbúa nýja stórsókn. „Stofnanir á vegum ríkisins og einkaaðilar þurfa fyrir 29. janúar að leggja fram hjá hermálayfirvöldumskrár yfir einstaklinga til þátttöku í varaliði hersins. Næsta stóra herkvaðningarbylgja mun fara fram í febrúarlok,“ segir Oleksandr Shtupun talsmaður Úkraínuhers. Úkraínumönnum hefur tekist að ná þó nokkrum skriðdrekum af Rússum og nota þá gegn þeim. Þeir fá hins vegar enga varahluti í þá og vestrænu skriðdrekarnir eru líka miklu fullkomnari.AP/Aleksandr Shulman Þetta kemur heim og saman við miklar sameiginlegar heræfingar Rússa og Belarússa í Belarus þessa dagana. Rússar eru einnig sakaðir um að tefja kornútflutning frá Úkraínu. Um eitt hundrað skip hafa beðið í allt að þrjár vikur eftir því að komast í eftirlitsskoðun. Dr. Stepen Flynn sérfræðingur hjá Northeastern háskólanum í Bandaríkjunum segir að nú væru aðeins fimm skip ýmist á útleið með korn eða á leið til hafnar að ná í korn afgreidd á dag. Auðvelt væri að afgreiða tíu skip. „Þeim sem sigla til hafnar á skipi sem hefur fengið heimild samþykkta ber einungis að staðfesta að engin vopn séu um borð í skipinu. Með vopnum erum við að tala um skotfæri í miklu magni. Við erum ekki að leita að nál í heystakki. Þetta er nokkuð sem á að vera einfalt í framkvæmd,“ segir Dr. Flynn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Á sama tíma og þúsundir rússneskra hermanna stráfalla í suður- og austurhluta Úkraínu án nokkurs teljandi árangurs í landvinningastríði Putins Rússlandsforseta, halda Rússar áfram eldflauga- og loftárásum á borgir og innviði landsins. Árásirnar voru einstaklega margar í morgun þegar Rússar skutu 50 eldflaugum ýmist frá herskipum á Svarta hafi eða herþotum, meðal annars á höfuðborgina Kænugarð. Úkraínumenn segjast hafa grandað 47 þessara flauga og 24 íranska dróna. Auk þess hafi Rússar skotið 97 minni eldflaugum frá fjölodda eldflaugapöllum á landi. Rússar halda áfram loftárásum sínum á íbúðabyggð og innviði í Úkraínu en gengur ekkert í landhernaði.AP/Roman Hrytsyna Talsmaður Úkraínuher segir að Rússa undirbúa nýja stórsókn. „Stofnanir á vegum ríkisins og einkaaðilar þurfa fyrir 29. janúar að leggja fram hjá hermálayfirvöldumskrár yfir einstaklinga til þátttöku í varaliði hersins. Næsta stóra herkvaðningarbylgja mun fara fram í febrúarlok,“ segir Oleksandr Shtupun talsmaður Úkraínuhers. Úkraínumönnum hefur tekist að ná þó nokkrum skriðdrekum af Rússum og nota þá gegn þeim. Þeir fá hins vegar enga varahluti í þá og vestrænu skriðdrekarnir eru líka miklu fullkomnari.AP/Aleksandr Shulman Þetta kemur heim og saman við miklar sameiginlegar heræfingar Rússa og Belarússa í Belarus þessa dagana. Rússar eru einnig sakaðir um að tefja kornútflutning frá Úkraínu. Um eitt hundrað skip hafa beðið í allt að þrjár vikur eftir því að komast í eftirlitsskoðun. Dr. Stepen Flynn sérfræðingur hjá Northeastern háskólanum í Bandaríkjunum segir að nú væru aðeins fimm skip ýmist á útleið með korn eða á leið til hafnar að ná í korn afgreidd á dag. Auðvelt væri að afgreiða tíu skip. „Þeim sem sigla til hafnar á skipi sem hefur fengið heimild samþykkta ber einungis að staðfesta að engin vopn séu um borð í skipinu. Með vopnum erum við að tala um skotfæri í miklu magni. Við erum ekki að leita að nál í heystakki. Þetta er nokkuð sem á að vera einfalt í framkvæmd,“ segir Dr. Flynn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Tengdar fréttir Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50
Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32
Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39
Þingmenn þurfa ekki lengur að opinbera tekjur sínar né eignir Neðri deild rússneska þingsins hefur samþykkt ný lög sem gera það að verkum að þingmenn munu ekki lengur þurfa að opinbera tekjur sínar né eignir. Þess í stað munu skattayfirvöld gefa út „samantekt“ byggða á þeim gögnum sem þeim berast. 26. janúar 2023 07:06