Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Við verðum að gera tímann að vopni okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2023 15:00 Úkrainskur hermaður í Donetsk-héraði að flytja skotfæri fyrir stórskotalið. Getty/Mustafa Ciftci Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði í gærkvöldi eftir því að bakhjarlar ríkisins flýti vopnasendingum til landsins. Harðir bardagar geisa víða í austurhluta Úkraínu, þar sem Rússar virðast hafa gefið í á undanförnum dögum. „Rússar vonast til að draga stríðið á langinn, að draga móðinn úr sveitum okkar,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í gær. „Við verðum að gera tímann að vopni okkar.“ Með því átti forsetinn við að Úkraína þyrfti fleiri vopn og fyrr. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að senda tugi vestrænna skriðdreka til landsins en það ferli gæti tekið allt frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Að mestu er um að ræða Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi, Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Abrams skriðdreka frá Bandaríkjunum. Í stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war í gær sagði að tafir á vopnasendingum til Úkraínu hefðu komið niður á Úkraínumönnum. Þeir hefðu ekki getað nýtt sér mistök Rússa vegna þeirra tafa. Delays in the provision to #Ukraine of Western long-range fires systems, advanced air defense systems, and tanks have limited Ukraine s ability seize opportunities for larger counter-offensive operations presented by #Russian military failures.https://t.co/7WRrRyBAOA pic.twitter.com/jI6o4cue8c— ISW (@TheStudyofWar) January 30, 2023 Rússar sagðir sækja fram í bylgjum Eins og áður segir geisa harðir bardagar víða í austurhluta Úkraínu. Það er sérstaklega við Bakhmut og Vuhledar í Donetsk-héraði. Þar hafa Rússar náð hægum en kostnaðarsömum árangri á undanförnum dögum og vikum. Selenskí sagði í gær að hersveitir Úkraínu í héraðinu séu undir stöðugum árásum. New York Times hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að Rússar hendi sér áfram í bylgjum án tillits til mannfalls og þannig veiki þeir varnir Úkraínumanna og sæki hægt fram. Myndefni frá Vuhledar sem birt hefur verið á undanförnum dögum gefur til kynna að Rússar hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli þar. Rússar hafa einnig verið að sækja hægt fram í Saprisíjahéraði. #Ukraine: The Ukrainian 72nd Brigade destroyed and damaged a IMR-2 combat engineering vehicle, two BMP-2 IFV and two BMP-3 IFV of the Russian army during an attempted attack in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/ESFVX3fxIJ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) January 29, 2023 Undirbúa sig fyrir aukin átök Bæði Rússar og Úkraínumenn vinna að því að þjálfa og vopna nýjar sveitir fyrir vorið en þá búast sérfræðingar við því að hitna muni í kolunum í Úkraínu. Rússar eru að þjálfa kvaðmenn og hafa heitið því að fjölga hermönnum töluvert á næstu árum. Ráðamenn á Vesturlöndum og Úkraínu segja líklegt að Rússar muni kveðja fleiri menn í herinn á næstunni en herkvaðningin sem farið var í haust, eftir að Úkraínumenn frelsuðu Karkív-hérað, er enn í gildi svo tæknilega séð gætu Rússar kvatt menn í herinn án þess að tilkynna nýja herkvaðningu. Til að sjá grófa mynd af stöðunni á víglínunum í Úkraínu má skoða kort ISW hér að neðan eða hér á vef hugveitunnar. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats We have added a dedicated Zaporizhia battle map to our slate.Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/eJV6QOZLMX— ISW (@TheStudyofWar) January 29, 2023 Vilja orrustuþotur Selenskí og aðrir ráðamenn í Úkraínu vilja fá vopnin fyrr og þeir vilja sömuleiðis að Vesturlönd taki fyrr ákvörðun um að senda frekari vopn, eins og langdrægari eldflaugar og orrustuþotur. Sama dag og Úkraínumönnum var lofað vestrænum skriðdrekum, báðu þeir um vestrænar orrustuþotur. Eins og með skriðdrekana, þá hafa ráðamenn í Austur-Evrópu sent Úkraínumönnum orrustuþotur og þyrlur sem framleiddar voru á tímum Sovétríkjanna en Úkraínumenn segjast þurfa vestrænar orrustuþotur. Fyrir því eru að miklu leyti sömu ástæður og fyrir því að Úkraínumenn vilja og þurfa vestræna skriðdreka. F–16 orrustuþotur eru í notkun víða um heim. Þessi tiltekna þota er í eigu danska flughersins.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Í stuttu máli sagt, þá eru vestrænar orrustuþotur betri en þær rússnesku og þær eru framleiddar á Vesturlöndum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka rússneskar orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Til lengri tíma þá þurfa Úkraínumenn nánast alfarið að taka upp vestræn vopn, eigi að halda stuðningi við þá áfram. Í stríðinu hafa Rússar nánast gert út af við innlenda hergagnaframleiðslu í Úkraínu, svo Úkraínumenn þurfa að reiða sig á stuðning Vesturlanda. Eins og áður segir vilja Úkraínumenn orrustuþotur og þá helst F-16 þotur, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. Þær þotur eru í notkun víða um heim og til í miklu magni. Þá eru F-35 þoturnar víða að leysa F-16 af hólmi og því mögulegt að ráðamenn víða geti ímyndað sér að láta slíkar orrustuþotur frá sér. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og aðrir ráðamenn þar hafa sagt að þeir muni ekki senda orrustuþotur til Úkraínu. Þýski flugherinn hefur notast við Tornado orrustuþotur um langt skeið. Þjóðverjar eru þó að kaupa F-35 þotur, eins og svo margir aðrir.EPA/SASCHA STEINBACH Pólverjar fara í hernaðaruppbygginu Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði á blaðamannafundi í morgun að Pólverjar ætluðu að auka verulega fjárútlát til varnarmála, svo þau yrðu um fjögur prósent af vergri landsframleiðslu ríkisins á þessu ári. Hlutfallið var 2,4 prósent í fyrra. Hann sagði innrás Rússa í Úkraínu hafa sýnt fram á þörf sterkari varna og að uppbyggingin þyrfti að vera hröð. Morawiecki sagði að mögulega yrði það hæsta hlutfallið innan Atlantshafsbandalagsins. Samkvæmt DW var hlutfallið hæst í Grikklandi í fyrra eða 3,76 prósent. Í Bandaríkjunum var það svo 3,47 prósent. Meðlimir NATO eru hvattir til að verja minnst tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Áköll eftir aukinni hernaðaruppbyggingu heyrast nú víða í Evrópu, þar sem málaflokkurinn þykir hafa verið vanhirtur um árabil. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi önnur ríki NATO harðlega vegna þessa. Sjá einnig: Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Pólverjar eru að kaupa mikið magn hergagna frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Þeir eru til að mynda að kaupa Abrams skriðdreka og F-35 orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Pólverjar eru meðal annars að kaupa K2 Black Panther skriðdreka frá Suður-Kóreu.EPA/YONHAP Morawiecki sagði á fundinum í morgun að Pólland væri tilbúið að útvega Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur en það þyrfti að gera í samfloti með öðrum NATO-ríkjum. Ráðamenn í Hollandi hafa áður sagt að til greina komi að gefa Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur. Samkvæmt frétt CNN eiga Hollendingar 24 slíkar þotur eftir Vilja einnig eldflaugar Úkraínumenn vilja einnig fá eldflaugar sem gera þeim kleift að gera árásir á birgðageymslur og stjórnstöðvar rússneska hersins sem eru langt frá víglínunum í Úkraínu. Fyrr í stríðinu fengu Úkraínumenn HIMARS-eldflaugakerfi sem gerðu þeim kleift að gera árásir í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá víglínunum. Það hafði mikil áhrif á stríðið um tíma og leiddi til þess að Rússar þurftu að færa birgðastöðvar sínar og stjórnstöðvar lengra frá víglínunni. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Nú vilja Úkraínumenn leika sama leikinn aftur og því leggja þeir mikla áherslu á að fá eldflaugar sem kallast ATACMS. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið í gær að hann væri vongóður um að viðræður um þessi vopnakerfið gætu skilað árangri á næstu vikum. „Fyrir mér er allt það sem er ómögulegt í dag mögulegt á morgun,“ sagði hann í viðtalinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.EPA/VALERIY SHARIFULIN Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að sífellt fleiri vopnasendingar til Úkraínu myndu leiða til og hefðu leitt til stigmögnunar. Hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina í Úkraínu stundum, myndi þó halda áfram. Rússar eru þó ekki án bakhjarla. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði til að mynda í ræðu í Suður-Kóreu í gær að Rússar fengju stuðning frá Norður-Kóreu. Sá stuðningur væri í formi skotfæra og eldflauga fyrir stórskotalið. Þá fá Rússar einnig sjálfsprengidróna frá Íran. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Pólland Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. 20. janúar 2023 11:17 Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. 23. desember 2022 15:30 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
„Rússar vonast til að draga stríðið á langinn, að draga móðinn úr sveitum okkar,“ sagði Selenskí í ávarpi sínu í gær. „Við verðum að gera tímann að vopni okkar.“ Með því átti forsetinn við að Úkraína þyrfti fleiri vopn og fyrr. Bakhjarlar Úkraínu hafa heitið því að senda tugi vestrænna skriðdreka til landsins en það ferli gæti tekið allt frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Að mestu er um að ræða Leopard 2 skriðdreka sem framleiddir eru í Þýskalandi, Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Abrams skriðdreka frá Bandaríkjunum. Í stöðuskýrslu bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war í gær sagði að tafir á vopnasendingum til Úkraínu hefðu komið niður á Úkraínumönnum. Þeir hefðu ekki getað nýtt sér mistök Rússa vegna þeirra tafa. Delays in the provision to #Ukraine of Western long-range fires systems, advanced air defense systems, and tanks have limited Ukraine s ability seize opportunities for larger counter-offensive operations presented by #Russian military failures.https://t.co/7WRrRyBAOA pic.twitter.com/jI6o4cue8c— ISW (@TheStudyofWar) January 30, 2023 Rússar sagðir sækja fram í bylgjum Eins og áður segir geisa harðir bardagar víða í austurhluta Úkraínu. Það er sérstaklega við Bakhmut og Vuhledar í Donetsk-héraði. Þar hafa Rússar náð hægum en kostnaðarsömum árangri á undanförnum dögum og vikum. Selenskí sagði í gær að hersveitir Úkraínu í héraðinu séu undir stöðugum árásum. New York Times hefur eftir embættismönnum í Úkraínu að Rússar hendi sér áfram í bylgjum án tillits til mannfalls og þannig veiki þeir varnir Úkraínumanna og sæki hægt fram. Myndefni frá Vuhledar sem birt hefur verið á undanförnum dögum gefur til kynna að Rússar hafi orðið fyrir gífurlegu mannfalli þar. Rússar hafa einnig verið að sækja hægt fram í Saprisíjahéraði. #Ukraine: The Ukrainian 72nd Brigade destroyed and damaged a IMR-2 combat engineering vehicle, two BMP-2 IFV and two BMP-3 IFV of the Russian army during an attempted attack in the vicinity of Vuhledar, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/ESFVX3fxIJ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) January 29, 2023 Undirbúa sig fyrir aukin átök Bæði Rússar og Úkraínumenn vinna að því að þjálfa og vopna nýjar sveitir fyrir vorið en þá búast sérfræðingar við því að hitna muni í kolunum í Úkraínu. Rússar eru að þjálfa kvaðmenn og hafa heitið því að fjölga hermönnum töluvert á næstu árum. Ráðamenn á Vesturlöndum og Úkraínu segja líklegt að Rússar muni kveðja fleiri menn í herinn á næstunni en herkvaðningin sem farið var í haust, eftir að Úkraínumenn frelsuðu Karkív-hérað, er enn í gildi svo tæknilega séð gætu Rússar kvatt menn í herinn án þess að tilkynna nýja herkvaðningu. Til að sjá grófa mynd af stöðunni á víglínunum í Úkraínu má skoða kort ISW hér að neðan eða hér á vef hugveitunnar. Here are today's control-of-terrain maps for #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats We have added a dedicated Zaporizhia battle map to our slate.Click here to see our interactive map, updated daily: https://t.co/tXBburiWEN pic.twitter.com/eJV6QOZLMX— ISW (@TheStudyofWar) January 29, 2023 Vilja orrustuþotur Selenskí og aðrir ráðamenn í Úkraínu vilja fá vopnin fyrr og þeir vilja sömuleiðis að Vesturlönd taki fyrr ákvörðun um að senda frekari vopn, eins og langdrægari eldflaugar og orrustuþotur. Sama dag og Úkraínumönnum var lofað vestrænum skriðdrekum, báðu þeir um vestrænar orrustuþotur. Eins og með skriðdrekana, þá hafa ráðamenn í Austur-Evrópu sent Úkraínumönnum orrustuþotur og þyrlur sem framleiddar voru á tímum Sovétríkjanna en Úkraínumenn segjast þurfa vestrænar orrustuþotur. Fyrir því eru að miklu leyti sömu ástæður og fyrir því að Úkraínumenn vilja og þurfa vestræna skriðdreka. F–16 orrustuþotur eru í notkun víða um heim. Þessi tiltekna þota er í eigu danska flughersins.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Í stuttu máli sagt, þá eru vestrænar orrustuþotur betri en þær rússnesku og þær eru framleiddar á Vesturlöndum. Standi stríðið yfir í einhver ár munu Úkraínumenn þurfa Vestræn vopn þar sem skotfæri, varahlutir og annað sem þarf til að reka rússneskar orrustuþotur er ekki framleitt í Vesturlöndum. Sjá einnig: Rússar undirbúa sig fyrir langvarandi stríð Til lengri tíma þá þurfa Úkraínumenn nánast alfarið að taka upp vestræn vopn, eigi að halda stuðningi við þá áfram. Í stríðinu hafa Rússar nánast gert út af við innlenda hergagnaframleiðslu í Úkraínu, svo Úkraínumenn þurfa að reiða sig á stuðning Vesturlanda. Eins og áður segir vilja Úkraínumenn orrustuþotur og þá helst F-16 þotur, sem framleiddar eru í Bandaríkjunum. Þær þotur eru í notkun víða um heim og til í miklu magni. Þá eru F-35 þoturnar víða að leysa F-16 af hólmi og því mögulegt að ráðamenn víða geti ímyndað sér að láta slíkar orrustuþotur frá sér. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og aðrir ráðamenn þar hafa sagt að þeir muni ekki senda orrustuþotur til Úkraínu. Þýski flugherinn hefur notast við Tornado orrustuþotur um langt skeið. Þjóðverjar eru þó að kaupa F-35 þotur, eins og svo margir aðrir.EPA/SASCHA STEINBACH Pólverjar fara í hernaðaruppbygginu Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sagði á blaðamannafundi í morgun að Pólverjar ætluðu að auka verulega fjárútlát til varnarmála, svo þau yrðu um fjögur prósent af vergri landsframleiðslu ríkisins á þessu ári. Hlutfallið var 2,4 prósent í fyrra. Hann sagði innrás Rússa í Úkraínu hafa sýnt fram á þörf sterkari varna og að uppbyggingin þyrfti að vera hröð. Morawiecki sagði að mögulega yrði það hæsta hlutfallið innan Atlantshafsbandalagsins. Samkvæmt DW var hlutfallið hæst í Grikklandi í fyrra eða 3,76 prósent. Í Bandaríkjunum var það svo 3,47 prósent. Meðlimir NATO eru hvattir til að verja minnst tveimur prósentum af landsframleiðslu til varnarmála. Áköll eftir aukinni hernaðaruppbyggingu heyrast nú víða í Evrópu, þar sem málaflokkurinn þykir hafa verið vanhirtur um árabil. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi önnur ríki NATO harðlega vegna þessa. Sjá einnig: Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Pólverjar eru að kaupa mikið magn hergagna frá Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Þeir eru til að mynda að kaupa Abrams skriðdreka og F-35 orrustuþotur frá Bandaríkjunum og skriðdreka og stórskotaliðsvopn frá Suður-Kóreu. Pólverjar eru meðal annars að kaupa K2 Black Panther skriðdreka frá Suður-Kóreu.EPA/YONHAP Morawiecki sagði á fundinum í morgun að Pólland væri tilbúið að útvega Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur en það þyrfti að gera í samfloti með öðrum NATO-ríkjum. Ráðamenn í Hollandi hafa áður sagt að til greina komi að gefa Úkraínumönnum F-16 orrustuþotur. Samkvæmt frétt CNN eiga Hollendingar 24 slíkar þotur eftir Vilja einnig eldflaugar Úkraínumenn vilja einnig fá eldflaugar sem gera þeim kleift að gera árásir á birgðageymslur og stjórnstöðvar rússneska hersins sem eru langt frá víglínunum í Úkraínu. Fyrr í stríðinu fengu Úkraínumenn HIMARS-eldflaugakerfi sem gerðu þeim kleift að gera árásir í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá víglínunum. Það hafði mikil áhrif á stríðið um tíma og leiddi til þess að Rússar þurftu að færa birgðastöðvar sínar og stjórnstöðvar lengra frá víglínunni. Sjá einnig: Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Nú vilja Úkraínumenn leika sama leikinn aftur og því leggja þeir mikla áherslu á að fá eldflaugar sem kallast ATACMS. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið í gær að hann væri vongóður um að viðræður um þessi vopnakerfið gætu skilað árangri á næstu vikum. „Fyrir mér er allt það sem er ómögulegt í dag mögulegt á morgun,“ sagði hann í viðtalinu. Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands.EPA/VALERIY SHARIFULIN Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði í morgun að sífellt fleiri vopnasendingar til Úkraínu myndu leiða til og hefðu leitt til stigmögnunar. Hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina í Úkraínu stundum, myndi þó halda áfram. Rússar eru þó ekki án bakhjarla. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði til að mynda í ræðu í Suður-Kóreu í gær að Rússar fengju stuðning frá Norður-Kóreu. Sá stuðningur væri í formi skotfæra og eldflauga fyrir stórskotalið. Þá fá Rússar einnig sjálfsprengidróna frá Íran.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Pólland Bandaríkin Þýskaland Tengdar fréttir Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. 20. janúar 2023 11:17 Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. 23. desember 2022 15:30 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50 Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32 Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. 20. janúar 2023 11:17
Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. 23. desember 2022 15:30
Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21
Kirkjugarður Wagner hefur sjöfaldast að stærð Kirkjugarður þar sem málaliðar Wagner Group eru jarðaðir hefur margfaldast af stærð á undanförnum mánuðum. Málaliðahópurinn er sagður hafa orðið fyrir miklu mannfalli í austurhluta Úkraínu en flestir þeirra sem falla eru sagðir vera fangar sem tóku tilboði um sex mánaða þjónustu í Wagner í skiptum fyrir frelsi. 26. janúar 2023 13:50
Skutu þrjátíu eldflaugum á Úkraínu Umfangsmikil loftárás er nú í gangi í Úkraínu en Rússar skutu í morgun að minnsta kosti þrjátíu eldflaugum á skotmörk í landinu. 26. janúar 2023 08:32
Selenskí þakklátur fyrir skriðdrekana en vill líka þotur Volodomír Selenskí Úkraínuforseti þakkar kollegum sínum á vesturlöndum fyrir þá ákvörðun að senda Úkraínuher skriðdreka í tugatali en málið virðist loksins vera komið á rekspöl eftir margra vikna umræður. 26. janúar 2023 07:39
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent