„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ingunn Agnes Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Vísir/Sigurjón Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn. Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn.
Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira