„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 10:34 Birkir Bjarnason og Sophie Gordon kærasta hans búa saman í Adana þar sem mikil eyðilegging varð af völdum jarðskjálftans í nótt. Tala látinna og slasaðra heldur áfram að hækka. @gordonsophie/Getty „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir. Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir.
Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Mallorca - Barcelona | Börsungar vilja aftur á sigurbraut Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Sjá meira
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22