Sveindís var í byrjunarliði Wolfsburg sem fyrir leikinn var með fullt hús stiga í þýsku deildinni eftir átta umferðir. Essen var um miðja deild.
Staðan í leiknum í dag var markalus að loknum fyrri hálfleik en á 68. mínútu skoraði Alexandra Popp fyrsta markið fyrir Wolfsburg og kom þeim í forystuna.
Sex mínútum síðar skoraði síðan Sveindís Jane annað mark gestanna og staðan orðin góð. Þetta er fjórða mark Sveindísar í þýsku deildinni á tímabilinu.
74' JAAAAAAAAAAAAAAAA!!!!!!! Sveindis Jonsdottir erhöht auf 2:0!!!!!!!! #SGSWOB 0:2 pic.twitter.com/cYPVBFp1yR
— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) February 12, 2023
Svenja Huth fékk rautt spjald hjá Wolfsburg á 78.mínútu en það kom þó ekki í veg fyrir að Marina Hegering skoraði þriðja mark leiksins skömmu fyrir leikslok.
Lokatölur 3-0 og Wolfsburg áfram í efsta sæti með átta stiga forskot á Bayern Munchen.