Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. febrúar 2023 21:30 Arndís segir ekkert benda til þess að fólk komi frá Venesúela til þess að misnota sér velferðarkerfið. Vísir/Steingrímur Dúi Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. Myndbandið frá ferðaskrifstofunni Air Viejo hefur vakið talsverða athygli en í því dásama tvær konur Ísland og þá möguleika sem eru fyrir hendi ef fólk kemur hingað. Meðal annars er talað um há lágmarkslaun og gótt bótakerfi. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri hreint ótrúlega bíræfið af ferðaskrifstofunni að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir ekkert nýtt koma fram í myndbandinu. „Við vitum það að það eru alltaf alls konar flökkusögur í gangi bæði um Ísland og önnur ríki. Ísland er ekkert sér á báti þar. Við sjáum það til dæmis að það er ekki rétt eins og kemur fram í þessu broti að hér séu lágmarkslaun 500-850 þúsund. Við vitum að það er ekki rétt og heldur engir dagpeningar umfram það sem gengur og gerist í öðrum löndum.“ Hún segir ekkert benda til þess að fólk sé sérstaklega að koma frá Venesúela til þess að nýta sér velferðarkerfin. „Bara þvert á móti. Ef eitthvað er þá er fólk kannski bara að sækjast eftir tækifærum og okkur vantar fólk. En ég verð að fá að bæta því við að það er auðvitað hryggilegt að menn séu að notfæra sér svona flökkusögur sem eru alltaf í gangi til þess að ýta undir andúð gegn fólki sem er að leita hingað til þess að öðlast almennilegt líf, öruggt líf.“ Venesúela Alþingi Píratar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Myndbandið frá ferðaskrifstofunni Air Viejo hefur vakið talsverða athygli en í því dásama tvær konur Ísland og þá möguleika sem eru fyrir hendi ef fólk kemur hingað. Meðal annars er talað um há lágmarkslaun og gótt bótakerfi. Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri hreint ótrúlega bíræfið af ferðaskrifstofunni að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir ekkert nýtt koma fram í myndbandinu. „Við vitum það að það eru alltaf alls konar flökkusögur í gangi bæði um Ísland og önnur ríki. Ísland er ekkert sér á báti þar. Við sjáum það til dæmis að það er ekki rétt eins og kemur fram í þessu broti að hér séu lágmarkslaun 500-850 þúsund. Við vitum að það er ekki rétt og heldur engir dagpeningar umfram það sem gengur og gerist í öðrum löndum.“ Hún segir ekkert benda til þess að fólk sé sérstaklega að koma frá Venesúela til þess að nýta sér velferðarkerfin. „Bara þvert á móti. Ef eitthvað er þá er fólk kannski bara að sækjast eftir tækifærum og okkur vantar fólk. En ég verð að fá að bæta því við að það er auðvitað hryggilegt að menn séu að notfæra sér svona flökkusögur sem eru alltaf í gangi til þess að ýta undir andúð gegn fólki sem er að leita hingað til þess að öðlast almennilegt líf, öruggt líf.“
Venesúela Alþingi Píratar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira