Fótbolti

Inter missteig sig og titillinn nálgast Napolí

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Inter Milan mistókst að krækja í þrjú stig í kvöld.
Inter Milan mistókst að krækja í þrjú stig í kvöld. Simone Arveda/Getty Images

Inter Milan þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið heimsótti fallbaráttulið Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Inter þurfti sárlega á sigri að halda til að halda veikri von sinni um alvöru titilbaráttu á lífi. Liðið situr í öðru sæti deildarinnar og var 16 stigum á eftir toppliði Napoli fyrir leik kvöldsins.

Þrátt fyrir að hafa verið mun sterkari aðilinn í leiknum tókst gestunum frá Mílanóborg ekki að finna netmöskvana og því varð niðurstaðan markalaust jafntefli.

Inter situr því enn í öðru sæti deildarinnar. Liðið er nú með 44 stig eftir 22 leiki, 15 stigum minna en topplið Napoli. Sampdoria situr hins vegar í næst neðsta sæti með 11 stig, átta stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×