Sport

Dagskráin í dag: Suðurlandsslagur, Meistaradeildin og rafíþróttir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selfyssingar sækja ÍBV heim til Vestmannaeyja í suðurlandsslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.
Selfyssingar sækja ÍBV heim til Vestmannaeyja í suðurlandsslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Boðið verður upp á stórleiki bæði í Olís-deild karla í handbolta og Meistaradeild Evrópu í fótbolta á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld, ásamt því að stelpurnar í Babe Patrol verða á sínum stað með sinn vikulega þátt.

Við hefjum leik í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tekur á móti Selfyssingum í suðurlandsslag í Olís-deild karla í handbolta. Liðin áttu að mætast seinustu helgi, en leikurinn frestaðist vegna veðurs. Farið verður í loftið klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport.

Klukkan 19:35 er svo komið að upphitun fyrir leik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 19:50 skiptum við svo yfir til Þýskalands þar sem Dortmund tekur á móti Chelsea í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar, áður en Meistaradeildarmörkin taka við að leik loknum.

Þá verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×