„Axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 18:22 Vísir „Á meðan það er verið að tala saman þá er það gott mál,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson formaður Samtaka atvinnulífsins í samtali við fréttastofu rétt í þessu. Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fundað með Ástráði Haraldssyni settum sáttasemjara frá því klukkan níu í morgun. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. „Ég vil segja það eitt, og hitt er það líka, við erum loksins farin að ræða þá hluti sem voru lagðir á borð í janúar. Við hefðum gjarnan vilja ræða nánar um þá við Eflingu,“ segir Eyjólfur Árni í samtali við fréttastofu. Aðspurður um innkomu nýs ríkissáttasemjara segir Eyjólfur gott að vinna með Ástráði. Hann sé „hreinn og beinn“ í sínu starfi. Finnið þið fyrir aukinni pressu vegna verkfallsaðgerða sem eru hafnar og farnar að hafa ákveðin áhrif? „Ég vil ekki orða það þannig að það sé auka pressa. Við erum bara að horfa fram á það að allt samfélagið verður fyrir tjóni á hverjum einasta degi núna og það er bara að fara að aukast með þeim verkföllum sem hófust í dag. Og það viljum við sem samfélag stöðva sem allra fyrst, það er enginn sem græðir á þeim til lengri tíma litið.“ Eyjólfur bætir því við að verið sé að leggja af stað inn í þennan dag með von um það að geta fundið grunn til að ræða mögulegan kjarasamning í framhaldinu. Þá vill hann ekkert gefa upp um hvort viðræður muni halda áfram á morgun eða hvort hann telji þokast nær í átt að grundvelli að frekara samtali. Aðspurður um hvort mögulegt sé að grafa stríðsöxina eftir yfirlýsingar undanfarinna vikna kveðst Eyjólfur engar áhyggjur hafa. „Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem setið er við kjarasamningsborð. Þannig að axir hafa sést á lofti áður og verið grafnar.“ Þá sagði hann að fyrri yfirlýsingar, um að ekki yrði brotinn trúnaður við þá aðila sem búið er að semja við, myndu standa. „Sú yfirlýsing sem var sögð áður stendur enn þá. Við munum ekki gera það. Við stöndum ætíð við okkar samninga.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Algjörlega óljóst hvort Efling og SA geti hafið kjaraviðræður á ný Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í kjaraviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, segir að ekki hafi enn tekist að finna leið til að geta komið á efnislegum samningsviðræðum milli aðila. Fundarhlé var gert klukkan fimm í dag og stendur til klukkan átta. 15. febrúar 2023 17:16
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07
Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. 15. febrúar 2023 15:37